24.03.1938
Neðri deild: 33. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 455 í B-deild Alþingistíðinda. (410)

66. mál, þangmjöl

Einar Olgeirsson:

Ég efast um, hvort rétt sé að samþ. þetta frv., sem hér liggur fyrir. Hér er um það að ræða að vinna úr þangi ýms efni, sem megi nota til fóðurmjölsframleiðslu. Sú framleiðsla er ekki mjög marghrotin. Það þarf að þurrka þangið og mala það. Hér getur verið um nokkuð almenna atvinnu að ræða fyrir þá, sem búa við sjávarsíðuna. Tiltölulega lítil not er hægt að hafa af þessu þangi, meðan engin reynsla er fengin í þessum efnum. Hinsvegar er framleiðslan auðveld, þegar búið væri að rannsaka fullkomlega, hve mikinn markað megi fá fyrir þessa framleiðslu. Líta ber á það, að framleiðendum væri mikill bagi búinn, ef búið væri að binda þessa framleiðslu fyrirfram við fáeina menn, sem hefði verið veitt einkaleyfi til hennar, og með því yrði rýrður kosfur allra hinna, sem gætu unnið við að skapa sér uppbót á rýra atvinnu. Þarna er um það að ræða, að fóðurmjöl mætti vinna úr þangi alstaðar á landinn. Það litla, sem ég hefi kynnt mér þetta mál og það, hvað árlega berst á land af þangi, virðist það verða hentugt fyrir sjávarbændur að nota sér þetta almennt til drýginda í sambandi við sinn búskap, og gætu þeir sjálfir þurrkað og malað það. En væri búið að veita nokkrum mönnum einkaleyfi til þessa, gætu þeir skammtað verðið á þessari framleiðslu. Framboðið gæti orðið geysimikið til viðkomandi manna, og um leið gætu þeir takmarkað þá atvinnu, sem þarna skapast, og ráðið yfir henni algerlega. Er nokkuð sérstakt, sem mælir með því að koma þessu í gegn? Ef svo er. þá er rétt að byrja þegar á þessu. Annars virðist ekki gera til, þótt menn fengju að sjá, hvað úr þessu verður. Ég vildi mælast til þess, að frv. verið ekki látið fara gegnum þessa deild án þess að hægt sé að bera fram brtt. um að einkaleyfið væri ekki veitt til of langs tíma. Ef það væri veitt til 10 ára, yrði ríkið skaðabótaskylt, ef leyfinu yrði rift fyrir þann tíma. En væri það veitt til styttri tíma, t. d. 3 ára, yrði hættan miklu minni. Ef það verður ofan á, sem hv. landbn. leggur til, mætti bæta við leyfis tímann síðar, ef þörf gerðist, en væri því rift, yrði skaðinn miklu minni. Ef það sýndi sig, að þetta gæti orðið til drýginda fyrir bændur, er reka búskap, þá væri það a. m. k. hagnaður fyrir sjávarbændur, er leiddi af samþykkt þessa frv., væri einkaleyfinu afstýrt. Ég sé þess vegna ekki ástæðu fyrir. þá, sem eru því hlynntir, að þetta frv. nái fram að ganga, til þess að halda fast við það, að einkaleyfi sé veitt til 10 ára. Fyrir þá, sem á að veita einkaleyfi, er alltaf unnt að framleiða þetta síðar meir, ef framleiðslan borgar sig, en það er rétt gagnvart almenningi, að fyrir slíka misnotkun sé tekið þegar frá upphafi. Ég sé ekki, að það geti orðið til neins nema góðs í þessu sambandi, en hitt yrði kannske að nokkru tjóni. Ég vil ekki ræða mikið um málið á þeim grund velli, að stöðva frv. algerlega, því að allir nm. vildu, að það yrði samþ., og þegar menn eru sammála, má telja framgang þess vísan. En ég vil mælast til þess, að brtt. á þskj. 128 verði samþ.