25.02.1938
Neðri deild: 8. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 460 í B-deild Alþingistíðinda. (427)

18. mál, lax- og silungsveiði

*Flm. (Pálmi Hannesson):

Eins og kunnugt er, voru samþ. l. á síðasta þingi um lax- og silungsveiði. Frv. til þessara I. var borið fram í Nd. á öndverðu haustþinginu, en svo stórfelldar breyt. voru á því gerðar, er það var afgr. frá Ed. seint á þinginu, að ég og nokkrir fleiri hv. þm. sáu ástæðu til að taka það fram við síðustu umr. þess í þessari hv. d., að ég væri andvígur þessum breyt. Í beinu framhaldi af þeim andmælum er svo þetta frv. fram komið, en það fer fram á, að þessi atriði, sem öll felast í 2. gr. l., yrði felld niður. Það eru í þessari gr. atriði, sem við teljum ýmist skaðleg eða meiningarlaus, og tel ég óþarft að fara nánar út í að rökstyðja það, þar sem málið var rætt svo rækilega, þegar l. voru sett. Ég skal ekki hafa þessi orð fleiri, en vil óska þess, að málinu verði vísað til landbn.