08.03.1938
Neðri deild: 17. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 461 í B-deild Alþingistíðinda. (429)

18. mál, lax- og silungsveiði

*Frsm. (Pétur Ottesen):

Ég get f. h. n. látið mér nægja að skírskota til þeirra ástæðna, sem hv. 1. flm. þessa frv. færði fyrir því hér við 1. umr. málsins, og hefi ekki í rauninni neinu við það að bæta. Þetta ákvæði, sem slæddist inn í frv., sem flutt var á síðasta þingi, í Ed., og sem hér er lagt til að fella niður, kemur, ef svo má segja, eins og skollinn úr sauðarleggnum og felur í sér möguleika fyrir ráðh. að kollvarpa alveg ýmsum ákvæðum l. eins og þau eru nú. Að því leyti, sem ástæða þætti til að breyta frá því, sem nú er, þá er vitanlega sjálfsagt að gera það með þeim hætti að bera fram brtt. við hin sérstöku ákvæði l., en ekki með því að heimila ráðh. að gefa út reglugerð, sem gæti þurrkað út svo og svo mikið af þeim tilgangi, sem í l. felst; því er sjálfsagður hlutur að fella niður 2. gr. l. frá seinasta þingi í þeirri mynd, sem hún er nú i, og er það till. n.