04.04.1938
Efri deild: 40. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 468 í B-deild Alþingistíðinda. (441)

18. mál, lax- og silungsveiði

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Hv. 1. þm. N.M. mun ekki hafa fengið svarað þeirri fyrirspurn, sem hann hefir gert hér út af þál., sem samþ. var á Alþ. 1936. En það er nú ekkert minnzt á þá þál. í minnihl.-áliti því, sem þessi hv. þm. hefir gefið út. Enda er það eðlilegt, vegna þess að sú brtt., sem hann stóð fyrir, kom inn í l. á síðasta Alþ. Hún kemur algerlega í bága við þál. Ég hefi hvorki tekið þessa gr.þál. til greina, því að hvorttveggja er borið fram aðeins í þeim tilgangi að koma máli fyrir kattarnef, sem þm. hafa ekki viljað samþykkja. Til þess að sýna fram á, hvernig þetta rekur sig hvað á annað, skal ég benda á það, að á síðasta Alþ. var samþ., að landbrh. eigi að setja reglur um veiði í ám eftir till. veiðimálastjóra, hvaða veiðitæki eigi að nota á hverjum stað, hve langan tíma á hverjum sólarhring megi stunda veiðar o. s. frv. En í þál. er sagt, að það eigi að endurskoða löggjöfina um laxveiðar, sem hafa verið sett eftir þriggja ára nákvæma athugun, sem var gerð af hinum hæfustu mönnum á árunum 1929-32.

Ég sé ekki þörf á neinni endurskoðun í sambandi við þessi 1. samkv. þeirri reynslu, sem nú er fengin. Samkv. i. frá síðasta Alþ. átti ráðh. að setja reglur um þetta allt saman. Honum er gefin heimild til að gerbreyta þessari löggjöf, flokka árnar niður, ákveða hve lengi megi nota veiðitækin o. s. frv. En á sama tíma á að setja nefnd til að rannsaka fiskveiðalöggjöfina, og undirbúa löggjöf um það, hvernig þessu öllu skuli komið fyrir. Ég hefði þá eftir þessu átt að velja 4–5 menn til að endurskoða þetta allt saman, eftir að ég hefði verið búinn að skrifa bréf, flokka niður árnar og fyrirskipa, hvaða veiðiaðferðir skyldu notaðar. Svo sem eftir mánuð kæmu till. frá n. þessari. Önnur eins vinnubrögð og þetta er ekki hægt að taka alvarlega. Ef menn vilja vera á móti einhverju máli, verður sú andstaða að fara betur úr hendi en gert var með þessari till. Vinnan, sem þarna á að gera, er óframkvæmanleg. Það er vitað mál, að hér er ekki um annað að gera en að skipa þessa nefnd til að rannsaka málið, og ákvörðun verður tekin fyrst þegar hægt er að athuga alla aðstöðu. Hvorttveggja þetta eru fleygar, sem reka sig hvor á annan og eru því ekki til neins, svo sem þm. geta reynt til að vita, og séu þeir móti málinu, geta þeir gert það án þess að koma með slíkar krókaleiðir. (PZ: Ráðh. var sjálfur með þál.) Málið var allt komið í hnút hér á þinginu.