04.04.1938
Efri deild: 40. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 470 í B-deild Alþingistíðinda. (443)

18. mál, lax- og silungsveiði

*Magnús Jónsson:

Mér þótti hæstv. forsrh. vera dálítið úrillur, eins og þegar menn vakna af þungum svefni með stírurnar í augunum. Hann vissi alis ekki um það, að á síðasta Alþ. hefir hann verið fylgjandi undirbúningi þessarar löggjafar. Ef hann telur það vansa fyrir Alþ. samþ. þetta, er það alls ekki vansalaust af hans hendi að taka ekkert tillit til þess, að Alþ. skoraði á hann að gera það. Hann hreytti ónotum að Alþ. fyrir það, sem það gerði. Annars verð ég að segja það, að ég skil ekki, á hvern hátt hæstv. ráðh. ætlar að telja mönnum trú um, að þetta tvennt rekist á. Alþ. felur ríkisstj. að undirbúa setningu l. um þetta efni, flokka árnar niður o. s. frv., en það er hægt að ákveða um einhver atriði þessa máls með bráðabirgðaákvæðum, til þess að ráðstafa því, sem nauðsynlegt verður að telja, þar til rannsókn er lokið. Það var skorað á ríkisstj. að setja ákvæði um þetta eftir að þál. var samþ., en það var hvorttveggja mjög skömmu eftir að þetta nál. kom, því að þingið var að enda. Alþ. óskaði eftir því, að stj. undirbyggi málið til næsta þings, og til bráðabirgða var það sett á vald hæstv. landbrh. að koma í veg fyrir misbeitingu, sem kynni að verða höfð í frammi meðan verið er að undirbúa l. um þetta efni. Hæstv. ráðh. hefir farið þannig að, að hann hefir sofið á málinu, í stað þess að hann hefði strax átt að skipa n. til að athuga málið.

Það var ekki ástæða til, að hann skipaði n. til að mæla upp laxveiðiárnar, rannsaka dýpt þeirra og straumþunga, og til að setja ákvæði um, hvernig veiða mætti á hverjum stað, þegar hann var sjálfur að undirbúa löggjöf um þau efni. En hann gat sett bráðabirgðaákvæði, sem kæmu í veg fyrir mestu misbeitinguna, a. m. k. þar, sem þannig hagar til, að á stuttum parti af ánum eru notaðar veiðiaðferðir, sem eru gersamlega eyðileggjandi fyrir veiðina, og eru nú þegar búnar að eyðileggja veiðina í sumum laxám. Ég vil halda það, ef vantraust á stj. er fyrir hendi, að ég vildi taka undir það, ef við höfum forsrh., sem ekki getur greitt úr öðru eins og þessu; þá er hann ekki fær um að fara með stjórn landsins, enda hefir hann greitt úr ýmsu, sem er alveg eins flókið og þetta. Hann hefði átt að geta séð um til bráðabirgða, að afstýrt væri verstu misbeitingunum, sem þessi löggjöf á að koma í veg fyrir. Ég fæ ekki séð, að þa1 sé nokkuð til vansa Alþ., því að það samþ. þetta.

Ég vil segja það út af þeim ummælum hv. 6. landsk., að það þyrfti að vera búið að stofna fiskiræktarfélag til að leysa árnar, að um það ákvæði er mjög lauslega búið í 1. Það má stofna málamyndafélög til að leysa árnar á lengri eða skemmri kafla. Á Alþ. geta ekki allir þm. gefið sig við svo stórum lagabálkum í heild sem þess l. eru.

Það mun gera rétt hjá hv. 6. landsk., að menn hafi alltaf a. m. k. fengið sama verð fyrir árnar og þeir höfðu greitt fyrir þær í upphafi. Ég hefi a. m. k. ekki heyrt getið um neitt tilfelli, að maður, sem veiðiá hefir verið náð frá, hafi fengið minna fyrir ána en sem svaraði því, er bann hafði keypt hana fyrir á sínum tíma. En ég veit ekki með vissu um þetta. Menn hafa stundum verið nokkuð lengi að ná heilli á, þar sem þeir hafa keypt þær smám saman. Það er ekki gott að segja, hvað mikið hefir verið gefið fyrir Haffjarðará, því að um leið var keypt mikið af jörðum, sem liggja að henni.

En þessi skýring á verndun eignarréttarins í stjskr. er alls ekki fullnægjandi. Stjskr. verndar núgildandi eignarrétt hvers manns. Ef ég hefi t. d. keypt frímerki fyrir 10 aura, sem nú er orðið 100 þús. kr. virði, verndar stjskr. eignarrétt minn yfir 100 þús. kr. En verndun þessi er rofin, þegar t. d. á, sem virt er fyrir 1000 kr., er tekin eignarnámi fyrir 300–100 kr., þá er eignarrétturinn ekki verndaður eins og þarf að vera. Þetta sýnir, hve illa er búið um ákvæði l. um þetta efni, að það skuli vera hægt að ná nokkurri eign af mönnum fyrir svolítinn part af því verðmæti, sem þessi eign hefir fyrir hann. Á að framlengja þetta ástand um næstu 10 ár? Hér er komin á dagskrá brtt. um að fella þá gr. niður. Mönnum var gefinn fyrst á ára frestur, og alveg eins og ég var á móti því, verð ég að greiða atkv. með því, að 10 ára ákvæðið sé fellt niður.

Mér virðist vera full ástæða til þess, að ég get ekki annað en greitt atkv. með því, að þessi gr. verði felld niður. Engin ástæða er til að hlífa hæstv. landbrh. við að setja bráðabirgðaákvæði til að vernda veiðina í ánum, þar til sú löggjöf kemst á, sem hann mun nú undirbúa, þegar honum er bent á það.