28.03.1938
Neðri deild: 35. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 477 í B-deild Alþingistíðinda. (468)

80. mál, útflutningur á kjöti

*Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Frv. þetta er flutt að beiðni atvmrh. og er ekki annað en framlenging á gildandi 1. L. þessi voru upphaflega sett 1933 og hafa aðeins gilt frá ári til árs, og æfinlega verið framlengd á hverju ári. Með því að enn liggja fyrir þær ástæður, sem fyrir lágu um kjötverzlunina, þegar l. voru sett, sérstaklega að því er snertir útflutninginn til Noregs samkv. norsku samningunum, þá er enn lagt til, að þessi 1. skuli framlengd og að þau skuli gilda til 1. júlí 1939.