29.03.1938
Neðri deild: 36. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 486 í B-deild Alþingistíðinda. (508)

81. mál, þingsköp Alþingis

*Flm. (Thor Thors):

Það er kunnugt, að í Sþ. eru að jafnaði aðeins tvær n. starfandi: fjvn. og utanríkismálan. Til þeirrar fyrrnefndu er vísað fjárl., fjáraukal. og till. um önnur útgjöld úr ríkissjóði. og er henni ekki ætlað að fjalla um önnur mál. Til utanríkismálan. er vísað utanríkismálum, og fjallar hún ekki um önnur mál en þau. En nú fjölgar stöðugt málum, sem fram eru borin í Sþ., einkum í formi þál. Eru mörg þeirra þess eðlis, að nauðsynlegt er að vísa þeim til n. Ég tel því fulla þörf á því, að til sé sérstök allsþn., er fjalli jafnan um önnur mál en fjármál og utanríkismál, sem fram er borið í Sþ. Þess vegna er þetta frv. fram borið. Geri ég það að till. minni, að því verði vísað til allshn.