08.04.1938
Efri deild: 44. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 487 í B-deild Alþingistíðinda. (515)

81. mál, þingsköp Alþingis

Bernharð Stefánsson:

Það er mjög farið að tíðkast á seinni þingum að bera fram ýms mál í Sþ. í þál.formi, og það hefir vitanlega verið bagi að því, að ekki er hægt að vísa þessum málum til annara n. en fjvn. Þessi mál snerta oft önnur efni heldur en fjármál. Þess vegna er þetta frv. fram komið um að setja 3. n. í Sþ., allshn., sem tæki við öllum slíkum málum. Nú er það að athuga, að þessi mál, sem borin eru fram í Sþ., eru oft og tíðum um ýmiskonar efni. Það er þáltill., sem snertir landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, iðnaðarmál o. s. frv. Þess vegna þykir mér rétt að skjóta því til þeirrar n., sem væntanlega fær þetta mál til meðferðar, að athuga, hvort ekki mundi vera rétt að stíga skrefið lengra í þessu efni heldur en gert er ráð fyrir í frv. Mér finnst, að það væri hægt á mjög einfaldan hátt. Mér finnst í fljótu bragði, að það mundi vera hægt með því að setja ákvæði í þingsköp um það, að í Sþ. mætti vísa málum til sameinaðra n. í d. Þegar um landbúnaðarmál væri að ræða í Sþ., þá væri því vísað til landbn. beggja d. o. s. frv., og þær afgreiddu svo málið í sameiningu. Einhverjar reglur þyrfti svo um vinnubrögð þessara sameinuðu n.

Mér þykir ástæða að hreyfa þessu nú við 1. umr., ef n. sú, sem væntanlega fær málið til athugunar, vildi sýna mér þann velvilja að taka þetta til athugunar, því ég get búizt við því, að það sé hentugra að athuga þetta atriði í n. heldur en að einstakur þm. tæki sig til og flytti um það brtt. við 2. umr. En það mundi ég annars hafa gert.