19.04.1938
Efri deild: 49. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 488 í B-deild Alþingistíðinda. (517)

81. mál, þingsköp Alþingis

*Frsm. (Magnús Jónsson):

Mál þetta var borið fram í Nd. og var afgr. þaðan án þess að nokkrar breyt. kæmu fram við það, svo að sú d. virðist hafa verið alveg sammála um að afgr. málið í því formi, sem það hafði, er það var borið fram.

Tilgangur þessa frv. er sá, að bæta úr þeim ágalla, sem er á störfum Sþ., að ekki er hægt að vísa till., sem þar koma fram, til neinnar n. nema fjvn., sem hefir sérstakt starf með höndum og er því ekki heppilega valin til að hafa ýmiskonar till. til meðferðar, enda hefir hún svo mikið starf, að ekki er unnt fyrir hana að taka ýmiskonar till. til meðferðar, nema hún tefjist þá um leið frá sínum aðalstörfum.

Það eitt, sem gæti komið til greina, er því það, hvort önnur skipun á þessu væri heppilegri. Því var hreyft hér við 1. umr. af hv. 1. þm. Eyf., að heppilegra mundi vera, að tilsvarandi n. í d. gengju saman í samvinnu og til þeirra n. væri svo vísað till. úr Sþ.

Þetta virðist einnig aðgengileg leið, enda tók n. þetta til rækilegrar athugunar, en komst að þeirri niðurstöðu, að sú leið, sem stungið er upp á í frv., væri heppilegri, sem sé að kjósa sérstaka n. Aðalástæðan fyrir því er sú, að það yrði miklu þyngra í vöfum að hafa þá aðferð, sem hv. 1. þm. Eyf. stakk upp á. Það er þegar fengin nokkur reynsla af samvn. hér í þinginn, og það hefir sýnt sig, að það er þunglamalegt fyrirkomulag. N. eru fjölmennar og erfitt að ná þeim saman. Ef margar þáltill. kæmu fram. sem öllum ætti að vísa til slíkra n., þá yrði kannske að mynda samvn. í svo að segja öllum n. þingsins og kalla þær saman til þess að afgr. smávægilega hluti. Þetta mundi því verða mjög stirð og þunglamaleg aðferð. Þess vegna er það enginn vafi, að það er miklu léttara fyrirkomulag að kjósa eina n. í Sþ., sem tæki öll þessi mál til meðferðar.

Aðalkostur þeirrar aðferðar, sem hv. 1. þm. Eyf. hefir stungið upp á, er sá, að þá mundu till. koma til n., sem sérstaklega væru valdar til að fást við samskonar mál, en ein n. mundi ekki hafa til að bera þá alvizku, sem hún þyrfti til að geta tekið til meðferðar þær ýmiskonar till., sem fram kæmu í Sþ. Ég held, að ekki megi megi gera of mikið úr þessu. Eins og kunnugt er, veljast menn oft í n. eftir því, hvaða sérþekkingu þeir hafa á þeim málum, sem sú n. á að hafa til meðferðar, sem viðkomandi er kosinn í, en þó er það engan veginn föst regla. Menn eru oft í n., þó að þeir hafi enga sérþekkingu á þeim málum, sem fyrir koma, og verða því að afla sér ýmissa gagna. Svo yrði einnig um þessa n. Hún yrði að leita til þeirra manna, sem fróðir eru og gætu gefið upplýsingar um málin, og það er engin frágangssök.

Í Sþ. geta, eins og kunnugt er, ekki komið nein mál til afgreiðslu nema fjárlög og fjáraukalög, sem fjvn. hefir til meðferðar, og svo ályktanir, sem vitanlega hafa sjaldnast jafnmikla þýðingu og lagafyrirmæli, og það ætti því að vera fullkomlega á valdi einnar n., sem skipuð væri þar og væri þar að auki nokkuð fjölmenn, að rannsaka þau mál og gefa þeim þá afgreiðslu, sem þau þurfa. Að vísu yrði þessi n. kosin hlutfallskosningu, en ef nokkurt samkomulag væri á milli þingflokkanna, væri hægt að fá samkomulag um, að einn flokkurinn skipaði t. d. landbúnaðarfróðan mann og annar sjávarútvegsfróðan mann og þar fram eftir götunum. Þetta mundi verða miklu léttara en að kalla alltaf saman samvn. til að fjalla um hverja einustu till., sem Sþ. vísaði til n.

Allshn. hefir því að vel athuguðu máli og eftir að hafa tekið fullt tillit til tili. þeirrar, sem hv. 1. þm. Eyf. kom fram með við 1. umr., lagt til, að frv verði samþ. óbreytt, enda er engin brtt. komin ennþá um annað fyrirkomulag.