19.04.1938
Efri deild: 49. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 490 í B-deild Alþingistíðinda. (519)

81. mál, þingsköp Alþingis

*Frsm. (Magnús Jónsson):

Það er í raun og veru engin ástæða til að ræða meira um þetta, þar sem engin brtt. liggur fyrir.

Það er ágætt, þegar verið er að ræða breyt. á 1. eins og þingsköpum. að menn skýri frá sínum skoðunum. Þetta er í raun og veru fyrirkomulagsatriði, en fjarri því, að um það sé neinn grundvallarskoðanamunur. Í frv. er stungið upp á aðferð, sem er viðurkennd og alkunn á Alþingi, að vísa málum til n., sem svo aflar sér upplýsinga um þau mál, sem fyrir hana koma. og afgr. málin eftir að hafa fengið þær. Hitt er aftur á móti óvanalegt, en hefir þó átt sér stað á þingi, að n. beggja d. gangi í samvn., og það er alltaf þunglamalegt fyrirkomulag, og þó að ráðgert væri, að samvn. hefðu fundi á ákveðnum tíma, þá mundi það aldrei verða,' og þýðir ekki að ræða um slíkt. Það yrði að kalla n. saman til þess að ræða málin, og það yrði þungt í vöfum.

Ef við lítum á störf allshn. yfirleitt, þá sjáum við, að það eru ólík mál, sem þar koma yrir, svo að það yrði ekkert erfiðara að úrskurða um sjávarútvegsmál eða landbúnaðarmál eða menntamál heldur en mörg önnur þau mál, er þar koma fyrir, en það yrði allt of mikið verk, og þá verður að hafa verkaskiptingu, sem er þá eftir málaflokkum. En í Sþ. verður þetta verk áreiðanlega fremur litið og engin ástæða til að skipta málunum milli margra n.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta meira, vegna þess að menn virðast vera nokkurn veginn sammála um afgr. þessa máls.