04.05.1938
Sameinað þing: 25. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 95 í B-deild Alþingistíðinda. (54)

1. mál, fjárlög 1939

*Frsm. (Bjarni Bjarnason):

Fjvn. hefir nú að mestu leyti lokið störfum sínum. Þó skal geta þess þegar, að enn er óákveðið, hversu miklu fé skuli varið á fjárl. til ráðstafana gagnvart fjárpestinni. Er því enn eftir nokkuð af starfi n., því að við má búast, að til þess ráðs verði að taka að lækka einstaka liði á fjárl. vegna þeirra útgjalda, sem sennilega bætast við vegna fjárpestarinnar, eftir því sem nú horfir við.

Tekjur fjárlfrv. munu vera sæmilega varlega áætlaðar. Þó má búast við, að aukatekjur og vitagjald sé áætlað í hæsta lagi. Býst ég ekki við, að hægt verði að hækka tekjuliði frv. frá því, sem nú er gert ráð fyrir. Má því búast við, að taka verði til þess ráðs vegna aukinna útgjalda í sambandi við fjárpestina, að lækka einhverja þá liði, sem fjvn. hefir þó að mestu leyti gengið frá.

1) Hv: Þó að þetta yrði samþ., mundi það ekki koma af stað bygging verkamannabústaða í ár. En þar sem það er tilgangur till. og honum ætti að mega ná á annan hátt, greiði ég ekki atkv.

Ég skal svo fara nokkrum orðum um þær brtt., sem fjvn. hefir borið fram á þskj. 400.

Fyrstu 5 brtt. þurfa engrar skýringar við. Það er aðeins um að ræða hækkun á áætluðum tekjum.

Í 6. till. er lagt til að hækka fjárveitingu á skrifstofufé sýslumanna, bæjarfógeta og lögreglustjóra. Stafar þessi hækkun af l., sem yfirstandandi þing hefir samþ. um þetta efni Nemur hækkunin um 43000 kr.

Þá er í 7. till. lagt til, að Steingrími Jónssyni fyrrv. bæjarfógeta verði greidd 5 þús. kr. uppbót á skrifstofufé sitt. Steingrímur er einn af þeim mönnum, sem telur sig hafa orðið mjög hart úti um skrifstofufé og hafa orðið að greiða svo þú sundum kr. skiptir úr eigin vasa. Sóti var um 10 þús. kr. uppbót vegna þessara útgjalda, og hefir n. mælt með 5 þús. kr. fjárveitingu í þessu skyni.

8.–10. brtt. þurfa engrar skýringar við.

Um 11. till. vil ég aðeins segja það, að Halldór Árnason gervilimasmiður mun eiga mjög erfitt uppdráttar vegna þess, hve illa honum gengur að innkalla fyrir þá gervilimi, sem hann selur til einstaklinga. Er það af ýmsum ástæðum, sem ég hirði ekki að greina hér. N. vill því reyna að mæta þessum erfiðleikum með því að hækka hans persónulega styrk um 1000 kr.

12.–15. brtt. þurfa engrar skýringar við. Ég vil aðeins geta þess, að hækkunin á kostnaði við skrifstofuhald vitamálastjóra er auðvitað vegna þess vaxtar, sem er í vitnunm, fjölgunar þeirra og aukinna rannsókna á hafnarmannvirkjum, sem eru stór. En um þann lið, sem snertir áhaldakaup, vil ég aðeins geta þess, að vitamálaskrifstofan lánar hafnargerðunum mikið af þeim verkfærum, sem notuð eru, og verður því að eiga þau. Annars þyrfti hver einasta hafnargerð að kaupa slík verkfæri, og væri það í hæsta lagi óhyggilegt. Þess vegna þarf ekki eingöngu að halda þessum áhöldum við, heldur einnig að kaupa ný. Nú þarf að kaupa loftþjöppu, krana og eimvagn. N. vill því hækka þessa fjárveitingu. Einnig hafði hæstv. stj. hækkað þetta á fjárlfrv. Ngir þessi fjárveiting þó ekki til að kaupa nauðsynlegustu áhöld, því að segja má, að allt verði að skera við neglur sér fram yfir það, sem þyrfti að vera.

16. till. er aðeins leiðrétting vegna Sauðárkrókshafnar, vegna þess að það hefir sýnt sig, eftir því sem verkinu hefir miðað áfram, að kostnaðurinn verður meiri en áætlaður var í fyrstu. Kemur því til aukinnar ábyrgðar og fleiri greiðslna.

17., 18. og 19. till. þurfa engrar skýringar við. Þá er 20. till. um flugmál. N. leggur til að hækka þennan lið um 2500 kr., en samt sem áður er þessi liður miklu lægri en æskilegt væri, og lægri en flugmálaráðunautur leggur til. Það, sem hann leggur til, er að sjálfsögðu nauðsynlegt og ágætt, ef um það er að ræða að hefja hér undirbúning undir flug, sem er auðvitað eitt af málum framtíðarinnar. T. d. fer hann fram á til skrifstofuhalds og ferðakostnaðar og þessháttar um 9 þús. kr., og til að útbreiða flugmál 13 þús. kr., og til fluglendingarbóta 16 þús. kr. Fyrir öllum þessum liðum er gert prýðilega og skilmerkilega grein af hendi flugmálaráðunauts. Er sýnilegt, að hér er að verki maður, sem er vel menntur í sinni grein og hugsar um þessi mál fullkomlega á grundvelli menningar, því að það er gefið, að áður en hægt er að hefjast handa um flugmál í landinu, þarf að ala upp einskonar flug„kulfur“, og það er undirstaðan undir því, að þjóðin skilji hvaða þýðingu þessi mál hafa í heild sinni fyrir samgöngurnar. Þessi fjárhæð. sem n. leggur til, að verði samtals 7500 kr., er tæplega fyrir því allra nauðsynlegasta.

21. till. er um að veita 500 kr. styrk til þess að gefa út ársskýrslu þjóðkirkjunnar. Þessi liður hefir verið á fjárl. undanfarin ár, en var nú felldur niður, en er svo lítill, að n. sá ekki ástæðu til annars en að taka hann upp á ný.

Þá er 22. brtt., sem er um að fella niður af 14. gr. styrk til séra Sigtryggs Guðlaugssonar. Er það vegna þess, að n. leggur til, að í 22. gr. sé sett heimild til að greiða honum full prestslaun, er hann lætur af prestsskap.

Þá er till. um smáupphæð til íþróttakennslu í háskólanum. Ég hygg, að skólinn leggi ekkert til íþróttakennslu, og er það óforsvaranlegt, að háskólinn leggi ekki til íþróttakennara handa sínum nemendum. Stúdentar sóttu um 300 kr. til íþróttaiðkana, sennilega til að mæta þeim kostnaði, sem þeir hafa sjálfir orðið að greiða vegna íþróttastarfsemi sinnar.

24. till. er um 2500 kr. styrk til áhaldakaupa fyrir kennara í lyfjafræði. Í fyrra var dálítið lagt fram til áhaldakaupa fyrir kennara í öðrum námsgreinum. Hér er um að ræða menntaðan ungan lækni, sem er tekinn við kennslu við háskólann, en vantar áhöld til þess að geta haft fullkomna kennslu. Hann sótti um 10 þús. kr., en n. hefir tekið upp 2500 kr.

25. till. er um að veita ungum stúdent, Svafar' Hermannssyni, 600 kr. styrk til efnafræðináms. Ég vil geta þess, af því að það er undantekning, að fjvn. taki upp till. um námsstyrk til einstakra stúdenta, að hann ætlar sérstaklega að leggja stund á áburðar- og semenstgerð, en með því að þetta eru tvö af þeim málum, sem eru okkar stóru framtíðarmál, leggur n. til, að þessi ungi maður fái 600 kr. námsstyrk.

26.–30. till. um stýrimannskólann, eru leiðréttingar og þurfa ekki skýringar við.

Þá eru tvær smátill. um iðnaðarnám á tveimur stöðum, Akranesi og Eyrarbakka. Nú er víða farið að taka upp kennslu í iðngreinum, og tel ég það hafa mjög mikla þýðingu í för með sér, þegar hægt er þannig með tiltölulega litlum kostnaði að gefa högum einstaklingum tækifæri til að þroskast dálitið í sinni grein. Það er gert sérstaklega í bæjarfélögunum, sem njóta styrks í þessu skyni, en gera má ráð fyrir, að það færist smátt og smátt út yfir þéttbýlið, hvar sem það er á landinu.

Um 33. till., um kvennaskólann í Reykjavík, vil ég geta þess, að sótt var um allmiklu meiri upphæð en hér er farið fram á að veita, en n. leitaðist fyrir um, hvort Reykjavíkurbær mundi ekki fáanlegur til að leggja fram fé á móti. Fékk n. mjög góð ummæli um það frá einum bæjarfulltrúanum, sem einnig á sæti í fjvn., að hann mundi beita sér fyrir því, að bærinn legði fram jafnmikla upphæð. Fjvn. leggur til, að veittar verði 2500 kr. í þessu skyni, og ef Rykjavíkurbær legði jafnmikið fram á móti, gæti það orðið skólanum til allverulegrar hjálpar. Annars skal ég vísa til greinar, sem skrifuð var í Morgunblaðið af séra Kristni Daníelssyni um fjárhagslega afkomu skólans, fyrir þá sem vilja kynna sér þetta mál nánar.

34. till. er um byggingar barnaskóla. Það, sem búið er að lofa og óhjákvæmilegt er að greiða til þeirra skóla, sem þegar eru reistir, er nærri 50 þús. kr., og til þess að ekki þurfi alveg að stöðvast nýbyggingar, leggur n. til, að veittar verði 65 þús. kr. í þessu skyni, og er það 20 þús. kr. hækkun. Það er vitanlegt, að í fjölmörgum héruðum eru mestu vandræði, vegna þess að ekki er hægt að koma upp skólabyggingum, og það er vitanlega m. a. vegna þess, að ekki hefir verið hægt að leggja fram fé úr ríkissjóði svo sem þurfti. Héruðin eiga að vísu erfitt, en þau fórna ótrúlega miklu til þess að geta komið upp hjá sér heimavistarskólum, sem eru svo notaðir bæði sem skemmti- og menntunarstaðir.

Þá er 35. till. Fræðslumálastjóri hefir efir að ráða 2 þús. kr., sem hann miðlar milli gamalla barnakennara, sem eru hættir störfum. N. leggur til, að þetta verði hækkað um 600 kr. með tilliti til 3 ákveðinna manna.

36. brtt. þarf engrar skýringar við.

37. brtt. er um smástyrk til húsmæðrafræðslu í Vestur-Skaftafellssýslu. Áður var það bundið við Vík í Mýrdal. Brtt. er því aðeins sú, að liðurinn heiti: „Til húsmæðrafræðslu í Vestur-Skaftafellssýslu“, og getur þessi styrkur þá náð til allrar sýslunnar. Er þessi brtt. gerð í samráði við þm. sýslunnar.

38. till. þarf engrar skýringar.

39. till. er um styrk til Helga Tryggvasonar til hraðritunarkennslu. Hann heldur uppi kennslu í hraðritun, en að sjálfsögðu er honum það dálifið erfitt, því að eins og allir þekkja. er erfitt að fá greitt fé fyrir slíka kennslu, þar sem þetta munu oftast vera efnalitlir einstaklingar. Þessi 800 kr. fjárveiting er því dálítil aðstoð til þess að halda þessari þörfu kennslu áfram, og gæti hann þá um leið liðkað eitthvað til fyrir þeim efnalitlu nemendum, sem vilja nema þetta.

40. till. er um dálitla hækkun til Björns Jakobssonar leikfimiskennara. Hann vinnur nú að því að kenna íþróttakennurum og heldur skóla til þess. Hann starfar vegna l. um próf íþróttakennara, og má segja, að allt hans starf fari í það. Sjá þá allir, að þessar 2400 kr., sem honum eru nú ætlaðar á frv., eru of lág laun. Laugarvatnsskólinn mætir honum dálítið í þessu, þannig að hann kennir nokkuð í skiptum við aðra kennara þar, en nefndin leggur til, að laun hans verði hækkuð úr 2400 kr. upp í 3600.

41. brtt. er um smástyrki til nokkurra íþróttafélaga. Til n. komu allmargar beiðnir, og sumar þeirra um allverulegar fjárhæðir, og þar sem n. var gersamlega ókleift að mæta þessum óskum að öllu leyti, þá var um þrennt að gera: Í fyrsta lagi að sinna engu félaginu, í öðru lagi að sinna aðeins einu eða tveimur og láta þau þá fá ríflegri styrk, og í þriðja lagi að taka upp þá aðferð, sem n. féllst á, að láta smáupphæðir til allra, sem að vísu má viðurkenna, að hvern og einn munar ekki mikið um, en í þessu liggur samt sem áður það, að allir í n. vilja sýna íþróttafélögunum samúð og vilja einmitt staðfesta það, að réttmætt sé, að það opinbera hjálpi íþróttafélögunum í landinu, einnig með tilliti til þess að nýlega hefir hæstv. forsrh. skipað n. til þess að athuga öll íþróttamálin, skipun þeirra og ástand, og væntanlega vinnur þessi n. til gagns fyrir íþróttastarfsemina í landinu og gerir einnig till. um fjárframlög af hendi þess opinbera. Fjvn. hefir því sinnt öllum þessum umsóknum, sem hér liggja fyrir, og viðurkennt starfsemi þeirra með þessum litlu fjárhæðum. Ég skal geta þess, að fyrir þessar till. hafa þó nm. fengið allríflegar hnútur frá einstökum umsækjendum fyrir að hafa ekkí heldur tekið upp þá aðferð, að láta ríflega upphæð í einn eða tvo staði, en láta hina bíða.

En ég get þess, að íþróttastarfsemin og íþróttafélögin hafa átt samúð að mæta hjá öllum hv. nm. Hitt verður svo að meta hvort það sé rangt hjá n. eða ekki að gera ekki till. um meira fé til þessarar starfsemi. En það er ekki á valdi n. að leggja til, að veittur verði nema lítill hluti þess fjár, sem óskað er eftir úr öllum áttum.

42. till. er um smástyrk til Axels Helgasonar til að gera upphleypt kort af Íslandi: Á bak við þetta verk Axels liggur óhemjuvinna og eljusemi, og er n. einhuga fylgjandi þessari styrkveitingu.

43. till. er um styrk til sundlaugarbyggingar á Siglufirði. Sams konar styrkur hefir áður verið veittur til Akureyrar og Vestmannaeyja. Væri æskilegt, ef hægt væri að taka þannig fyrir hina stærri bæi smátt og smátt og styrkja þá til að koma upp sundlaug. Þessi fjárhæð er lítil, samanborið við svo kostnaðarsamt verk sem hér er um að ræða. En ég vil geta þess, að ekki er ætlazt til, að styrknum verði kippt af aftur, þar til verkinu er lokið.

44. till. er um það, að Landsbókasafnið kaupi handritasafn Hannesar heitins Þorsteinssonar, sem háskólinn á nú. En með því að láta þetta safn liggja í kössum niðri í háskóla, eins og nú er, verður það lokað almenningi. N. vill því hækka þennan lið um 1200 kr., svo að hægt sé að kaupa safnið, og væri á þann hátt hægt að greiða andvirðið á 13 árum.

45. till. er um styrk til amtsbókasafnsins í Stykkishólmi. Það hefir ekki áður fengið styrk sem önnur amtsbókasöfn. Ennfremur er í þessari till. farið fram á styrk til stofnunar héraðsbókasafns Suðurlands. — Hafa kennarasamböndin í Rangárvalla- og Árnessýslu og sambandið Skarphéðinn tekið sér fyrir hendur að koma upp þessu bókasafni. N. leggur til, að veittar verði 1000 kr., gegn tvöföldu framlagi annars staðar að. Er það ekki nema rétt, að fyrst sé vakinn áhugi heima fyrir og þannig lagt fram nokkurt fé af aðiljum sjálfum, er skapi þeim rétt til ríkisstyrks.

46. brtt. þarf ekki skýringar við.

47. brtt. fer fram á hækkun styrks til sýslubókasafns, þannig, að sýslubókasafn Skagafjarðar fái 500 kr.

48. brtt. þarf ekki skýringar við.

Í sambandi við 49. brtt. vil ég geta þess, að þegar hefir verið stofnað til útgáfu tímarits fyrir öll Norðurlönd. Verður það gefið út á frönsku, og til þess ætlað að kynna Norðurlöndin umheiminum. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa valið sér ritstjóra, og fyrir Ísland hefir Sigurður Nordal tekið að sér ritstjórnina. Þetta tímarit verður gefið út í Kaupmannahöfn af forlagi Munksgaards. Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa þegar tekið á fjárl. fjárveitingar í þessu skyni, og er n. sammála um, að okkur beri að gera slíkt hið sama, þó að um lægri fjárhæð sé að sjálfsögðu að ræða.

50. till. er um styrk til blaðamannafélagsins til móttöku erlendra blaðamanna. Hafa öll blöðin látið í ljós ósk um, að ríkissjóður legði nokkra fjárhæð til þessa máls. Sótt var um 2000 kr., en við verðum nú að klípa af öllu og leggjum til, að styrkurinn verði 1500 kr.

51. brtt. er um styrk til tveggja námsmanna, og þarf ekki skýringar við.

52. brtt. er um 1500 kr. styrk til karlakórs Reykjavíkur vegna utanfararinnar 1937. Getur leikið vafi á um það, hvernig taka eigi í svona styrkbeiðnir. En kórinn er í miklum skuldum vegna fararinnar, en förin hefir hinsvegar að allra dómi orðið þjóðinni til sæmdar, og sennilega hefir hún orðið þess valdandi, að kórnum hefir nú verið boðið til Ameríku í tilefni af heimssýningunni í New York. Hefir honum ekki einungis verið boðið ókeypis far, heldur jafnvel kaup.

53. till. er um styrk til Jóns Leifs. Þetta er að vísu umdeildur maður. en hann hefir hlotið góðar viðtökur í Þýzkalandi, þar sem haldið hefir verið fyrir hann sérstakt kvöld, þar sem tónverk eftir hann voru flutt.

Viðvíkjandi 54. till. vil ég geta þess, að Magnús Ásgeirsson hefir verið fluttur yfir á 18. gr. Einar Ó. Sveinsson féll niður af ógáti, er brtt. voru samdar, en það hefir nú verið leiðrétt. Aðrir liðir till. þurfa ekki skýringar við, og ekki heldur 55. og 56. till.

Í sambandi við 57. till. get ég þess, að dr. Jón Stefánsson, sem dvelur í London og kunnur er öllum Íslendingum fyrir mikið starf, sem hann hefir innt af höndum, ekki sízt í þágu Íslendinga, er ferðast þar um, er efnalaus maður og tekjulaus. Er því ekki ósanngjarnt, að hann njóti nokkurs stuðnings af sinni þjóð. Að vísu er hér sá galli á, að féð verður að greiðast í enskri mynt.

58. till. er um framlag til undirbúnings á útgáfu rita Jóns Dúasonar. Þessi maður hefir fórnað öllu lífi sínu til að skrifa um Grænlandsmál. síðasta þing samþykkti að láta fram fara rannsókn á ritum hans. Var þjóðskjalaverði og fornminjaverði falin þessi rannsókn, og komust þeir að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að prenta rit þessi. Prentunarkostnaðurinn nemur að líkindum 40 þús. kr. alls. N. vildi mæta byrjunarörðugleikunum með því að veita þessa litlu fjárhæð, sem till. nefnir.

59. till. brtt. með öllum sínum liðum þarf ekki skýringar við, né heldur sú 60.

Um 61. brtt., sem er um 3000 kr. fjárveitingu til eflingar menningarsambandi við Vestur-Íslendinga, get ég þess, að mikill áhugi mun vera til fyrir auknu menningarsambandi okkar við Íslendinga vestan hafs. Í sumar er ætlazt til, að hingað komi Guttormur Guttormsson bóndi og skáld í Vesturheimi. Er Guttormur talinn mesta skáld okkar þar vestra siðan Stephan G. Stephansson féll frá, en hann er efnalítill smábóndi. Mun vera í ráði að veita honum 1000 kr. til að létta undir með heimför hans. Má skoða þessa brtt. fjvn. þannig, að ætlazt sé til, að af henni verði tekin upphæð sú, sem fram verður lögð upp í ferðakostnað Guttorms, en það má telja einskonar byrjun þessarar starfsemi, að auka menningarsamband Íslendinga vestan hafs og austan.

62. till. gerir ráð fyrir 2000 kr. styrk handa Búnaðarfélagi Íslands til kynnisferða bænda. Hefir áður komið til mála að mynda sjóð til að létta undir með slíkum kynnisferðum, en bændur eru nú svo að segja eina stéttin í þjóðfélaginu, sem ekki nýtur neins styrks til ferðalaga. Ætlast er til, að Búnaðarfélagið ráði því, hvernig þessum ferðum verður hagað.

Með 63. till. er sandgræðsluframlagið hækkað um 1000 kr. Auk þess er áætlað 6000 kr. í framlag, vegna sandfoks, sem er að leggja í auðn Hafnahrepp á Suðurnesjum. Þarna eru svo mörg býli og svo lífvænlegt yfirleitt, að lítil ábyrgðartilfinnig væri í því að reyna ekki að hindra auðn hreppsins af völdum sandfoksins. Um 20 býli eru þarna, um 140 þús. kr. virði að fasteignamati. Sérstök hætta er búin jörðunum Kalmanstjörn, Junkaragerði og Merkinesi, en fleiri eru í hættu, verði ekkert að gert. Útgerðin þarna á staðnum hlýtur einnig að leggjast í auðn, ef þessu heldur áfram. Verk það, sem vinna þarf, að girða og friða allstórt landssvæði, kostar um 30 þús. kr. Þar af þyrfti ríkið að greiða 2/3 hluta. Leggur n. til, að ríkið veiti á árinu 1939 6000 kr. sem fyrstu greiðslu af þremur. Hreppurinn og sýslan mun svo leggja til það, sem á vantar, með samskotum einstakra manna. Keflavík er líka í mikilli hættu, sandfokið er ekki stöðvað, og sömuleiðis símalína, sem þarna liggur um. Eru sumir staurarnir þegar sorfnir inn að miðju af sandfokinu.

64. till. er um nokkra aukningu tillagsins til skógræktar. Þetta er vinsælt mál, en aukning sú, sem hér er farið fram á, er eðlileg afleiðing af þeim vexti, sem nú er í girðingum og friðun skógræktarsvæða. Viðhaldskostnaður vex auðvitað að sama skapi sem girðingum fjölgar. N. vill hækka þetta tillag úr 21200 kr. upp í 25000 kr.

65. till. er um styrki til fyrirhleðslu á ám. sem eru að eyðileggja landsvæði í þrem héruðum.

66. till. er um styrki til dýralækninga, fyrst og fremst um styrk til eins manns til dýralækninga og síðan smástyrki til nokkurra manna til að stunda skottudýralækningar úti á landi.

6i. till. gerir ráð fyrir. að fjárveiting til veðurstofunnar sé hækkuð um 1000 kr. Ég skal geta þess, að forstjóri veðurstofunnar hefir beðið um styrk til aðstoðarmanns, jarðskjálftamælis og loftskeytatækis. En þar sem n. þótti þetta of mikil fjárveiting, ákvað hún að hækka framlagið aðeins um 1000 kr., til þess að veðurstofan gæti tekið ungan mann, sem nú er við nám í Osló, til aðstoðarstarfa að sumarlagi. Gæti það þá um leið orðið Iiður í hans námi. Þá tekur n. í 68 till. sinni upp 1500 kr. styrk til kaupa á loftskeytatæki, og skulu kaupin gerð í samráði við Gunnlaug Briem verkfræðing.

69. till. er um 3000 kr. framlag til ræktunarvegar í Vestmannaeyjum. Hefir mikið verið deilt um þetta mál. En þó að n. hafi borizt margar umsóknir um fjárveitingar til ræktunarvega, leit hún svo á, að sérstaklega stæði á um þennan ræktunarveg og vill því leggja til, að þetta framlag sé veitt.

70. till. er um 1000 kr. styrk til Nikulásar Friðríkssonar til að kynna sér erlendis rafmagnshitun húsa. Skal féð veitt með því skilyrði, að jafnmikið komi frá Reykjavíkurbæ. En sú aukna notkun rafmagns, sem fyrirsjáanleg er hérlendis á næstunni, er eitt af þeim stórmálum, sem mikið veltur á, að vel takist til um. Eitt þýðingarmikið atriði í því sambandi er, að upphitun húsa verði framkvæmd með nýjustu og fullkomnustu aðferðum. Erlendis er til mikil þekking um þetta efni, byggð á reynslunni. Tel ég vel varið fé, sem fer til að tryggja það, að í landinn sé til maður, sem býr yfir slíkri þekkingu. Það veltur á Reykjavík, hvort styrkur þessi verður veittur, því að hann er bundinn því skilyrði, að bærinn leggi fram jafnháa upphæð. En málið snertir Reykjavík alveg sérstaklega með tilliti til hitaveitu þeirrar, sem nú er verið að ráðast í.

71. brtt. er um aukinn styrk til Iðnsambands Íslands. Tel ég fjárhæð þá, sem áætluð hefir verið, allt af lága, en iðnaður er nú orðinn svo mikil atvinnugrein hér á landi, að eðlilegt er, að Iðnsambandið njóti styrks af ríkinu. hliðstætt því, sem veitt er Fiskifélaginu og Búnaðarfélaginu. Ríkið leitar nú til Iðnsambandsins um fyrirspurnir og annað, og verður þá að skapa því skilyrði til að geta veitt þá aðstoð og starfað að öðru leyti að þeim verkefnum, er snerta iðnaðarmál.

72. till. þarf ekki skýringar við. Viðvíkjandi 13. till., sem er um fiskiræktarfélög, vil ég geta þess, að þetta var upphaflega í mörgum liðum. enn. hefir fært það saman í einn lið. Er ætlazt til, að veiðimálan. úthluti þessu fé að nokkru leyti.

74. till. þarf ekki skýringar við, því að hún er samkvæmt væntanlegum l. Um. 75. till. vil ég geta þess, að n. hefir þar steypt tveimur liðum í einn. Ég vil láta þá skoðun mína í ljós, að þessi liður þyrfti sannarlega að vera hærri, því að það er fullkomin nauðsyn á því að vinna fyrir fátæk börn í bæjunum. Þau hafa áreiðanlega miklu meiri þörf fyrir það en börn upp til sveita, vegna umhverfis og annara aðstæðna. Þessi fjárveiting er áreiðanlega miklu minni en þyrfti að vera, og ég get alveg eins búizt við því, að til þessara hluta verði að verja meira fé í framtíðinni heldur en þessum 14 þús. kr., sem n. leggur nú til, að varið sé í þessu skyni.

76. till. er styrkur til félags, sem nefnir sig „Heyrnarhjálp“. Það eru nokkrir menn hér í Rvík, sem tekið hafa sig saman um að greiða fyrir heyrnardaufu fólki með því að hjálpa því til að ná í heyrnartæki. Mér er kunnugt um, að þessu félagi hefir þegar orðið verulega ágengt í því að komast að góðum kaupum á hinum beztu fáanlegu tækjum handa þessu fólki. Þessi litla fjárhæð er ætluð til þess annarsvegar, að mæta þeim beina kostnaði, sem verður af störfum félagsins, svo sem símtölum, bréfaskriftum og fleira, og svo hinsvegar að létta svolitið undir með þeim, sem kaupa tækin, eða með öðrum orðum að milda verðið. N. álítur, að hér sé í sjálfu sér um mannúðarstarfsemi að ræða og þessum krónum sé vel varið í þessu skyni.

Mér mun hafa láðst að geta þess áðan í sambandi við þessar þús. kr. til sandgræðslu á 16. gr., að það er vegna þess, að í ofviðrinu 6. marz, sem þá skali yfir, urðu nokkrar jarðir í Rangárvallasýslu fyrir gífurlegu tjóni. Sérstaklega voru það jarðirnar Álfhólar og Sigluvík, en samtals snerti þetta tjón á jarðir, þannig að sandur fauk yfir áveituland og eyðlagði 320 hektara, sem gáfu af sér samtals þús. hesta. Þetta var allt véltækt gulstararengi. Búnaðarfélag Íslands lét athuga þetta og sú rannsókn sýndi, að til þess að gera þær bætur á þessu, sem óhjákvæmilegar eru, annarsvegar til að hefta sandfok og hinsvegar til að koma áveitu á stað þar á ný, þá muni það ekki kosta undir 4 þús. kr. Þetta er svo tilfinnanlegt tjón fyrir þessar jarðir, að þótt þarna sé um einstakra manna eignir að ræða, þá leggur fjvn. til, að þessi 1000 kr. hækkun til sandgræðslunnar gangi til þessara jarða í því skyni, sem ég nú hefi bent á.

Ég held, að ég hirði svo ekki um að minnast á fleiri einstakar till.

Ég vil aðeins geta þess, að því er snertir 18. gr., að þar eru nokkuð margir nýir liðir, sem eru ýmist leiðréttingar eða teknir eru upp nýjir menn. Nokkuð stafar þetta af því, að teknar hafa verið upp allmargar ljósmæður, og er þetta gert til þess, að þær ljósmæður, sem ekki hafa eftirlaun nú, njóti sama réttar og þær ljósmæður, sem gert er ráð fyrir, að njóti þeirra, í frv. um þetta efni, sem nú liggur fyrir þinginu. Ég vil vænta þess, að hv. þm. séu sömu skoðunar og n. um það, að rétt sé að styðja að því, að sem flestar af ljósmæðrunum, sem annars ekki koma undir þessi l., geti einnig notið sama réttar og þær ljósmæður, sem hin væntanlegu l. eiga að ná til.

Þá ætla ég að fara örfáum orðum um nokkrar heimildir á 22. gr. 124. till. er heimild viðvíkjandi mjólkurbúi Ölfusinga, og er hún í fjárl. yfirstandandi árs. Þar sem sú rannsókn á mjólkurbúinu, sem gert er ráð fyrir í heimildinni, hefir ekki farið fram enn, þá er lagt til, að þessi heimild sé tekin upp á né.

126. till., fyrri stafliður, er í samræmi við það, sem ég gat um áðan, að ábyrgjast til hafnargerðar á Sauðárkróki 60 þús. kr. hækkun, sem nýrri áætlanir sýna, að muni þurfa. — Síðari stafliðurinn er um ábyrgð fyrir Vestmannaeyjakaupstað, og þarf ég ekki að skýra hann. 127. till. þarf ég ekki að skýra heldur.

128. till. er heimild til þess að kaupa jarðirnar Tjarnir í og II og Brúnir undir Vestur Eyjafjöllum vegna fyrirhleðslu Markarfljóts, en þær sæta ágangi vegna þessarar fyrirhleðslu.

129. till., fyrsti töluliður, er um það, að heimila ríkisstj. að kaupa Gullfoss, ef um semst. Það er í sjálfu sér fyllsta tilefni til þess að leggja til, að ríkið eignist Gullfoss. Konan, sem á fossinn að hálfu leyti, Sigríður Tómasdóttir í Brattsholti, er sú kona, sem á sínum tíma, og þá sem ung stúlka, lagði á móti því, að Gullfoss væri seldur útlendingum. Þeir buðu þá mikið fé fyrir fossinn, svo að það var freisting fyrir efnalítið heimili að taka slíku tilboði. Ég hygg, að foreldrar þessarar konu hafi verið heldur á því, að rétt væri að taka tilboðinu um kaup á Gullfossi. En Sigríður, sem nú er öldruð kona, en var þá ung stúlka, bjó þá yfir þeim mikla krafti og þeirri miklu ættjarðarást, að hún gat fengið foreldra sína og aðra aðstandendur ofan af því að selja útlendingum Gullfoss. Það er á engan hátt útilokað, að þessi saga geti endurtekið sig, en það væri mjög leitt, ef slíkt náttúruundur kæmist í hendur útlendinga. Ég veit, að ekki þyrfti mikið fé til þess, að samningar gætu tekizt um kaupin, því að hugsjón þessarar konu er enn vakandi sem fyrr, að forða fossinum frá braski.

2. liður 129. till. þarf ekki skýringar við.

3. liður þessarar till. er viðvíkjandi dýrtíðarlánum frá 1918, sem vitanlega verða aldrei borguð. Ríkisstj. er þar heimilað að gefa þessi lán eftir, og er þetta aðeins formsatriði og hreinsun að því að heimila ríkisstj. að þurrka þetta út.

Um á. liðinn vildi ég segja þetta: Á þinginu 1928 var ríkisstj. veitt heimild til þess að gefa eftir Flóavegalán, og var ríkisstj. samþykk þeirri ákvörðun. En af vangá var ekki gengið frá láninu á meðan þessi heimild var í gildi. Hér er því um endurveitta heimild að ræða, og er þetta fyllsta sanngirnismál.

Á sama þingi var veitt heimild til þess að færa niður lán til Miklavatnsmýraráveitu á þann hátt, sem hér er farið fram á. En það hefir ekki verið eftir því gengið, að þetta kæmist til framkvæmda. Ég vona, að sýslufélagið verði ekki látið gjalda þess, að svo hefir tekizt til um framkvæmd þessa máls.

6. Iiðurinn er um það, að greiða af tekjum áfengisverzlunar ríkisins allt að 30 þús. kr. til byggingar sjómannaheimilis á Siglufirði, gegn 2/3 annarsstaðar að. Það er augljóst mál, að á Siglufirði safnast saman meiri fjöldi fólks um síldveiðitímann heldur enn dæmi eru til annarsstaðar hér á landi. Það er ennfremur vitað, að það er hin mesta neyð, að sjómenn skuli hvergi eiga samastað þar til þess að halla sér að. Ég veit að reglusamir skipstjórar og um hyggjusamir um sína menn, leggja hið mesta kapp á að stuðla að því, að slíkt athvarf fyrir sjómenn á Siglufirði verði til. Þess vegna leggur fjvn. til, að sú heimild, sem um getur í 6. lið 129. brtt., verði veitt, og vænti ég, að þessari heimild verði mætt með skilningi af hv. þm.

Loks er hér heimildartill. um að selja strandferðaskipið Esju og kaupa í hennar stað nýtt mótorskip. Ég skal geta þess, að n. er ekki alveg sammála um þessa till. Það eru að vísu allir sammála um að selja Esju, þó sumir aðeins með því skilyrði, að eitthvert skip komi í staðinn. En sumir nm. eru á því, að hægt sé að selja Esju, án þess að skip komi í staðinn. Það er þannig ástatt með Esju, að hún þarf að fara í 16 ára klössun, og það mun ekki kosta undir 100 þús. kr. Þegar tillit er tekið til þess, að ekki er hægt að komast hjá svona aðgerð, og tap á rekstri skipsins á þessu ári er 200 þús. kr., þá er það svo alvarlegt mál, að það verður óhjákvæmilega að taka það til athugunar. En margir landshlutar geta ekki án þess verið, að slíkt skip sé í förum. Þess vegna hefir n. lagt til, að ríkisstj. sé heimilað að kaupa nýtt dieselmótorskip í staðinn, með því skilyrði, að hagkvæmir samningar náist um sölu og kaup. Forstjóri skipaútgerðar ríkisins hefir lagt fyrir n. ýms gögn í þessu sambandi og sýnt fram á, að hægt sé að reka mótorskip til strandferða og Englandsferða, og er þá sérstaklega miðað við Glasgowferðir, sem Esja hefir farið tvö undanfarin sumur í því skyni að flytja ferðamenn milli Englands og Íslands með sáraliflum halla. Og með tilliti til þeirra aðgerða, sem í vændum eru, að því er Esju snertir, og hins árlega taps, sem er á rekstri hennar, þá virðist það vera fullkomlega skynsamlegt að gefa ríkisstj. þá heimild, sem hér um ræðir.

Fjvn. á nokkrar brtt. á þskj. 425, en ég minnist þess ekki, að nein þeirra skipti það miklu máli, að ástæða sé til að fjölyrða um þær.

Þá skal ég að lokum gefa stutt yfirlit yfir fjárlagafrv. eins og það er nú. Við 3. umr. þá hækkar 11. gr. um 30 þús. og 900 kr., 12. gr. um 4750 kr., 13. gr. um 45 þús. og 500 kr., 14. gr. um 59 þús. kr. og 550 kr., 15. gr. um 40 þús. 250 kr., 16. gr. um 104 þús. og 200 kr., 17. gr. um 7011 kr. og, 18. gr. um 13 þús. kr.

Þetta eru allt saman niðurstöðutölur. Þetta er samtals 298 þús. og 850 kr., og skal ég geta þess, að þetta er meira heldur en n. taldi æskilegt, og meira heldur en ætlazt var til við 2. umr.***

Tekjur ríkissjóðs samkvæmt frv. eru því þannig:

Skattar og tollar .............. 14303000 kr.

Tekjur af rekstri ríkisstofnana að viðlögðum öðrum tekjum, sem greinir frá á rekstraryfirliti frv. ...................... 2910960 —Tekjur yrðu þá samtals á rekstr

arreikningi .................. 17804960 –Gjöld á rekstrarreikningi yrðu þá

samkvæmt till. n. .......... 16673598 Rekstrarafgangur er þá ........ 1131362 –Heildarútgjöldin eru þá ...... 18376848 –

Þetta er að vísu nokkuð hærra heldur en fjárlög yfirstandandi árs eru, og er greiðsluhallinn nú 118 þús. og 55 kr. Ég skal geta þess, að síðan ég gerði þetta yfirlit, þá hafa smávægilegar till. verið samþ. í fjvn. Ég skal líka endurtaka það, sem ég sagði í byrjun ræðu minnar, að enn eru ókomnar till. frá þeirri n., sem um fjárpestarmálin hefir fjallað, og þess vegna geta þessar niðurstöður að sjálfsögðu breytzt eitthvað með tilliti til þess, sem ég nú hefi getið um.