24.03.1938
Efri deild: 33. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 497 í B-deild Alþingistíðinda. (564)

62. mál, bæjarstjórn á Siglufirði

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Herra forseti! Eins og kunnugt er, fór fram á Siglufirði í sambandi við bæjarstjórnarkosningarnar atkvgr. um það, hvort bæjarbúar óskuðu eftir bæjarstjóra. Var mikill meiri hl. fylgjandi því að fá hann. Þetta er tilefni þess, að frv. það, sem hér liggur fyrir, er fram borið.

Allshn. hefir athugað frv., og er efni þess í alla staði samþ. Um formið komst n. einnig að þeirri niðurstöðu, að það mundi rétt vera. Ég sé því ekki ástæðu til að hafa um þetta öllu lengri framsögu fyrir n. hönd, þar sem hún leggur til á þskj. 117, að d. samþ. frv. óbreytt eins og það er á þskj. 77.