23.04.1938
Neðri deild: 52. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 499 í B-deild Alþingistíðinda. (579)

62. mál, bæjarstjórn á Siglufirði

*Bergur Jónsson:

Ég á hér eina brtt. ásamt hv. 5. þm. Reykv. Það er í raun og veru ekki efnisbeyt., heldur er með þessu tekið ákveðnara fram um kosningu bæjarstjóra. Við leggjum til, að síðasta mgr. 1. gr. orðist svo: „Samþykki bæjarstj. að velja sér bæjarstj., víkur bæjarfógeti úr bæjarstjórninni, en bæjarstjóri tekur við þeim störfum, er oddviti bæjarstjórnar hefir nú. Bæjarstjóri skal launaður úr bæjarsjóði“. Þetta kom fram við 2. umr., og menn virtust vera sammála um, að þetta mætti vera svona þótt ekki þætti þá beinlinis þörf á að taka það fram.