14.03.1938
Efri deild: 21. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 502 í B-deild Alþingistíðinda. (592)

51. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

*Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þessari fyrirspuru get ég að vísu ekki svarað að fullu fyrir hönd n., því að þetta atriði var ekki sérstaklega tekið fyrir í n., og ég get því síður svarað henni f. h. flm., en ég fyrir mitt leyti lít svo á, að þar sem laun skrifstofustjóranna eru ákveðin með l., þá leiði það af sjálfu sér, að laun þessa skrifstofustjóra verði samkv. þeim. án tillits til þess, hvaða laun hafi verið greidd fyrir þann starfa, sem hann hefir unnið áður. Mér þykir sennilegt, að þetta hafi verið skilningur n.