25.04.1938
Neðri deild: 53. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 503 í B-deild Alþingistíðinda. (599)

51. mál, æðsta umboðsstjórn Íslands

Frsm. (Thor Thors):

Tilgangur þessa frv. er að fjölga skrifstofustjórum í stjórnaráðinu úr 3 upp í 4. Það er ekki ætlazt til þess, að það verði nein fjölgun á starfsmannaliðinu, þó fjölgað verði um skrifstofustjóra, þar sem það er tilgangurinn að gera einn af starfsmönnum stjórnarráðsins, sem nú er, að skrifstofustjóra. Það er sá maður, sem hefir haft forstöðu þeirrar skrifstofu, sem fjallar um utanríkismál. Það þykir rétt að efla hans stöðu með því að gera hann að skrifstofustjóra, og fá honum þannig; bætta aðstöðu og þær kjarabætur, sem af því kann að leiða. — Allshn. leggur einróma til að þetta frv. verði samþ.