23.03.1938
Neðri deild: 32. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 536 í B-deild Alþingistíðinda. (636)

25. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

*Frsm. (Bjarni Ásgeirsson):

Hv. þm. Ak. skal ,ég svara því, að ég er honum sammála um, að æskilegt sé, að dömur þær, sem þar séu „lærisveinar“, eins og hann orðaði það, geti fengið sem margháttaðasta fræðslu. En það eru takmörk fyrir því, hvað hægt er að kenna stúlkum á jafn stuttum tíma eins og hér er um að ræða. Það verður því að takmarka kröfur þær, sem gera verður til náms og námsgreina, sem læra á á svo stuttum tíma. Eins og komið hefir fram áður í umr., sem ég ætla ekki að fara út í nú, þá hygg ég, að námsgreinar þær, sem hér eru taldar upp, séu nógu margar, þó ekki sé farið að bæta við námsgreinum frá bændaskólunum. Ég skal viðurkenna, að það væri gott, að þær gætu notið dýralæknismenntunar, ef þær gætu aðeins komizt yfir það á þessum stutta tíma. En ég ber ekki fram brtt. um það, af því ég álít, að þær hafi nógu margar námsgreinar aðrar.

Hv. þm. V.-Sk. vil ég svara því, að mér finnst gæta nokkurs misskilnings hjá honum, þegar hann er að tala um, að þetta frv. geti eins átt við um kaupstaðaskóla og sveitaskóla, af því að í sveitaskólunum séu kenndar sömu námsgreinar og í kaupstaðaskólunum. Það er rétt. en það er ekki aðalatriðið. Ég hygg, að kennslan verði þó með nokkuð öðrum hætti í sveltaskólunum, þar sem henni er hagað með það fyrir augum að undirbúa húsmæðraefni til þess að starfa í sveit. Ég hygg, að það verði nokkur munur þar á, þó hinar sömu námsgreinar verði kenndar í hvorum tveggja skólunum. Ég vil í þessu sambandi benda á, að ég geri ráð fyrir, að hinar sömu námsgreinar séu kenndar í unglingaskólum í sveit og í kaupstað, en þó geri ég ráð fyrir, að það gildi sín l. um hvora skólana, og sitt hverjar reglur um styrk til þeirra. Þetta er af því, að það er miklu meiri örðugleikum háð að reisa og starfrækja skóla í tiltölulega strjálbyggðri sveit heldur en í þéttbýli kaupstaða. Þess vegna hygg ég, að allt annað eigi við, bæði um fyrirkomulag og styrkveitingu til þessara skóla. Ég skal m. a. benda á, að ekki er unnt að halda uppi húsmæðrafræðslu í sveit, nema að byggja vönduð skólahús. En það mun svo ástatt í sumum kaupstöðum, að þar er hægt að fá leigð skólahús, og því ekki nauðsyn á sama styrk til þeirra skóla eins og til hinna. Ég álit þess vegna sömu rök fyrir því, að hafa húsmæðrafræðslu til sveita í l. út af fyrir sig, elns og er með unglingafræðsluna í sveit og kaupstað. Það eru ekki námsgreinarnar einar, sem þarna skilja á milli, heldur ýmsar aðrar ástæður. Ég tel því, að þarna séu skil á milli, svo ég get vel fallizt á brtt. hv. þm. Ísaf.

Hv. þm. Rang. skal ég segja það, að frá mínu sjónarmiði er það að vísu rétt, að það hefir sína kosti að hafa skólana í sveit, jafnvel þó kaupstaðarunglingar ættu að vera þar. En ég hygg, að það sé þó ekki með frv. fullnægt þeirri þörf, sem er í landinu fyrir húsmæðrafræðslu. Ég hygg, að það verði ekki hjá því komizt að stofna skóla í kaupstöðunum líka, þó þessir verði fullskipaðir. Ég hygg, að það verði ekki unað við það til lengdar, að kaupstaðirnir fái ekki fullboðlega skóla líka til þess að mennta þær konur, sem þar alast upp og af ýmsum ástæðum eiga hægra með að sækja sitt nám í kaupstaðina heldur en að fara upp í sveit.

Það hefir verið talað um, að hér sé stofnað til togstreitu um stað fyrir húsmæðrakennaraskóla. Ég sé ekki, að það sé frekar stofnað til togstreitu um skólann, þó það sé látið laust og óbundið, hvar skólinn eigi að standa, heldur en það sé ákveðið í frv., hvar hann skuli standa. Ég vil segja, að þar sem einn staður er tekinn fram yfir annan, þá sé stofnað til togstreitu.