29.03.1938
Efri deild: 36. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 544 í B-deild Alþingistíðinda. (650)

25. mál, húsmæðrafræðsla í sveitum

Jónas Jónsson:

Það kann að þykja einskonar eigingirni hjá mér að fara fram á, að þessu máli verði vísað til menntmn., sem ég á sæti í, en það stendur þannig á, að við erum nú í n. með frv. sama eðlis, og ég álít heppilegra, ef hv. d. hefði ekkert á móti því, að bæði málin væru í sömu n., og mér finnst andinn í menntmn. þannig, að við munum á þessu þingi koma með nokkuð ýtarlega till. um skipulag á húsmæðrafræðslunni í kaupstöðum alveg sérstaklega, og það mundi verða alveg eðlilegt við hliðina á þessu frv., ef það nær fram að ganga.