22.02.1938
Neðri deild: 6. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 552 í B-deild Alþingistíðinda. (666)

12. mál, skemmtanaskattur

*Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson):

Mér virðist eðlilegast, að frv. þetta gangi til allshn. En hvaða n. sem fær það til meðferðar, vil ég biðja þá n. að gæta þess og athuga það, að allar sömu ástæður, sem að dómi hv. flm. þessa frv. og margra annara liggja til þess, að sanngjarnt þykir að undanþiggja svona félög í landinu, sem halda uppi samkomum eins og U. M. S. B., hljóta einnig að liggja til þess að veita samskonar undanþágur öllum öðrum félögum í landinu, sem halda samkomur til styrktar menningarstarfsemi og almennri styrktarstarfsemi. Vildi ég leyfa mér að skjóta því til n., sem fær þetta mál til athugunar, að taka jafnframt þau atriði löggjafarinnar til athugunar, sem taka til þessa, sem ég minntist á.