19.03.1938
Neðri deild: 29. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 554 í B-deild Alþingistíðinda. (671)

12. mál, skemmtanaskattur

*Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég vil, að gefnu tilefni, benda á, að mín till. tekur til verklýðsfélagasambanda, sem halda skemmtanir fyrir stærri svæði en einn hrepp eða kaupstað. Hún nær til allra héraðsmóta. Aftur á móti nær hún væntanlega ekki til skemmtana; hvorki ungmennafélaga eða verklýðsfélaga, sem haldnar eru innan hrepps eða innan kaupstaðar. En ef ætti að gefa undarnþágu fyrir ungmennafélög og verklýðsfélög, sem halda sínar innanhrepps- eða innanbæjarskemmtanir, myndi þurfa að gera þá breyt., ekki á l. frá 1922, heldur á l. frá 192i og þeim öðrum l., sem síðar hafa breytt þeirri löggjöf. Það mætti náttúrlega koma slíkri breyt. að í sambandi við þetta frv., en þá þyrfti að breyta fyrirsögninni um leið.

Þetta er um leið svar til hv. þm. A.-Húnv., því að ungmennafélög, sem halda innanfélagsskemmtanir, eru ekki undanþegin, og ungmennafélög, sem halda innanhéraðsskemmtanir, eru heldur ekki undanþegin, svo að sú glufa, sem hér er komin í skemmtanaskattslöggjöfina er ekki svo ýkjastór. Undanþágan nær aðeins til héraðsmóta, sem haldin eru fyrir stærri svæði. Ungmennafélögin njóta samkv. þessari breyt. engra sérréttinda, sem önnur félög ekki njóta um leið, ef mín till. verður samþ.