14.03.1938
Neðri deild: 21. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 570 í B-deild Alþingistíðinda. (705)

19. mál, bókhald

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Allshn. hefir haft þetta frv. til meðferðar nokkurn tíma og rætt það á nokkrum fundum. Auk þess hefir hún tekið til athugunar umsagnir, sem henni hafa borizt um frv. frá nokkrum aðiljum, sem þetta mál snertir. Þar má nefna Verzlunarráðið, Iðnsamband Íslands og Félag löggiltra endurskoðenda. Það varð að samkomulagi í n. að mæla með því, að frv. verði samþ., en þó þannig, að einstakir nm. hafa áskilið sér rétt til þess að bera fram brtt. við nokkur einstök atriði, sem þó eru ekki fyllilega ákveðnar, en ég geri ráð fyrir, að þær komi fram við 3. umr. En við þessa umr. liggja ekki fyrir neinar brtt. við frv., hvorki frá n. né einstökum þm. Og n. mælir sem sagt með því, að frv. verði vísað óbreyttu til 3. umr.