28.03.1938
Neðri deild: 35. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 571 í B-deild Alþingistíðinda. (712)

19. mál, bókhald

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Allshn. hefir milli 2. og 3. umr. athugað nokkuð þetta frv. og þær umsagnir, sem fyrir lágu. Eftir þá athugun hefir n. orðið sammála um að bera fram brtt. á þskj. 122, við 2., 4. og 13. gr. frv.

Brtt. við 2. gr. er um það, að læknum, tannlæknum og prestum sé skylt að halda sjóðbók. Brtt. við 4. gr. er eingöngu breyt. á orðaröð, til þess að færa gr. til betra máls.

Loks er 3. brtt. um það, að 13. gr. frv. falli niður.

Ég skal svo taka það fram, að tveir nm., hv. þm. Snæf. og hv. 8. landsk. þm., hafa borið fram sérstakar brtt. á þskj. 121, sem n. í heild ekki getur fallizt á. Það, sem aðallega felst í þeim brtt., er það, að þeir vilja ekki lögbjóða almenna skyldu til tvöfaldrar bókfærslu. N. taldi hinsvegar að rétt væri að lögleiða tvöfalt bókhald með þeim undantekningum, sem felast í frv., og hefir því ekki getað fallizt á þessar brtt. — Annars munu till.- menn gera nánar grein fyrir þessu sjálfir.