25.04.1938
Efri deild: 53. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 578 í B-deild Alþingistíðinda. (727)

19. mál, bókhald

*Frsm. (lngvar Pálmason):

Frv. gerir ráð fyrir að fyrirskipuð verði hjá einstaklingum þeim og stofnunum, sem um getur í 2 gr., tvöfalt bókhald, en í 3. gr. eru gerðar undantekningar frá þessari reglu.

Um frv. hefir ekki verið neinn verulegur ágreiningur í n. Þó hafa 2 nm. verið þeirrar skoðunar, að ekki væri nauðsynlegt að fyrirskipa þetta kerfi, þó að þeir teldu það í sjálfu sér gott, að fyrirskipað væri bókhald hjá þessum stofnunum. Þetta hafa þeir þó ekki gert að ágreiningsefni, en ég hefi skilið þá svo, að þeir vilji hafa óbundnar hendur í málinu.

Í n. varð það þó að samkomulagi, að gera ekki víðtækar breytingar á frv. En n. hefir öll orðið sammála um að flytja tvær smávægilegar brtt. á þskj. 294. Sú fyrri er við 3. gr., þar sem talað er um, að undanskildir skuli skyldu til að hafa bókhald þeir útgerðarmenn, einn eða fleiri, er reka fiskveiðar eða mann- og vöruflutninga á 2 bátum eða færri, undir 12 smál. brúttó hver. Aftan við þennan lið vill n. bæta: „eða 1 bát allt að 20 smálesta“. Í flestum tilfellum eru það ekki umfangsmeiri viðskipti, sem rekin eru með einum bát 20 smálesta, en 2 undir 12 smálesta. Er líklegt, að þessi brtt. sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir óánægju, sem skapast kynni, ef þessu ákvæði væri ekki bætt við.

Hin brtt. er við 4. gr., fyrra málslið. Hún gengur út á það, að taka af öll tvímæli um, að það, sem í 4. gr. segir, skuli aðeins eiga við um þá aðilja, sem taldir eru í 1: 13. lið 2. gr. En í lok 2. gr. er sagt, að læknum, tannlæknum og prestum í kaupstöðum skuli skylt að halda sjóðbók. Eins og þetta er í frv., verður það ekki skilið öðruvísi en svo, að læknum, fannlæknum og prestum kaupstaða sé skylt að hafa tvöfalt bókhald, en það kemur ekki heim við þann stað í frv., þar sem sagt er, að þeir skuli halda sjóðbók. Að öðru leyti þarf ég ekki að fjölyrða um þetta frv., því að um einstakar gr. þess hefir ekki orðið ágreiningur í n.