07.04.1938
Efri deild: 43. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 616 í B-deild Alþingistíðinda. (778)

63. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

*Jóhann Jósefsson:

Ég vil aðeins geta þess, að ég er samþykkur brtt. þeirri, sem hv. 1. þm. Eyf. lýsti af hálfu meiri hl. fjhn., þar sem farið er fram á, að lögin gildi til ársloka 1940. Mér finnst það nægileg takmörkun, því að það er nú einu sinni orðið svo, að það er ekki gott að þurfa að bera frv. um framlengingu þessara laga fram árlega hér á Alþingi, því að alltaf verða töluverðar umræður um það, enda þótt það sé eins sjálfsagt og sanngjarnt eins og nokkurt frv. getur verið.