29.04.1938
Neðri deild: 57. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 625 í B-deild Alþingistíðinda. (802)

63. mál, vörugjald fyrir Vestmannaeyjakaupstað

*Ísleifur Högnason:

Ég álít það nú ekki nein rök fyrir því, að leyfa þessi 50%, að hv. þm. treysti núverandi atvmrh. til þess að leyfa ekki meira álag en verið hefir. Það liggja ekki fyrir neinar upplýsingar frá ráðh. um þetta atriði, og til 1940 getur málum skipazt þannig, að þá verði kominn annar atvmrh., sem ef til vill sé tilleiðanlegur að samþ. þá reglug. bæjarstjórnarinnar í Vestmannaeyjum, sem noti heimildina til fulls. Ég álit það með öllu óþarft, þótt ekki hafi verið tekið nema 25%, að fara svo langt með heimildina, að hætta sé á, að 1/2–1/3 af útsvörunum í Vestmannaeyjum sé tekið með þessum tolli. Ef frsm.n. vildi ganga inn á 25%, þá væri það trygging fyrir því, að bæjarstjórnarmeirihlutinn í Vestmannaeyjum notaði ekki heimildina meira en nú er gert, og það virðist vera tilgangur n., að ekki sé gengið lengra. Ég mundi fylgja þeirri till. frá n., ef hún vildi bera fram skrifl. till. um, að álagningin væri miðuð við 25%, ef mín brtt. væri felld. En með því virðist mér, að gengið sé eins langt og hægt er í því, að heimila Vestmannaeyjum að leggja á þetta vörugjald.