18.03.1938
Neðri deild: 28. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 656 í B-deild Alþingistíðinda. (860)

69. mál, togaraútgerðarnefnd

Ólafur Thors:

Ég tel mig ekki skyldugan til að hlýða þessu. Ég hefi áreiðanlega varið allt of mörgum mínútum af þingsins dýrmæta tíma til þess að tala við þennan hv. þm., og þessar mínútur, sem ég hefi til umráða, ætla ég að nota til þess að lýsa það, sem hv. þm. segir, vísvitandi ósannindi í 10. skipti, og óska svo Alþfl. til hamingju með þennan vesala þm. (FJ: Ég læt rök mín standa á móti yfirlýsingu hv. þm. G: K.).