25.04.1938
Efri deild: 53. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 659 í B-deild Alþingistíðinda. (881)

69. mál, togaraútgerðarnefnd

*Frsm. (lngvar Pálmason):

Um þetta frv. hefi ég lítið að segja fyrir hönd n. Hv. dm. er kunnugt um innihald þess, svo að ég þarf ekki að rekja það. Sjútvn. er sammála um að leggja til. að frv. verði samþ., en einn nm. hefir skrifað undir nál. með fyrirvara. Er sá fyrirvari ekki út af efni frv., heldur öðru, sem hann mun gera grein fyrir. — Þá liggur fyrir brtt. við frv. frá hv. 1. landsk. 1. hefir ekki með atkvgr. tekið afstöðu til þeirrar brtt., en ég hygg, að n. sé henni ekki samþykk. Fleira hefi ég ekki að taka fram fyrir hönd n. og geri ráð fyrir, að ég fái ekki ástæðu til að taka affur til máls, þó að hv. þm. Vestm. mæli fyrir sínum fyrirvara.