25.04.1938
Efri deild: 53. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 659 í B-deild Alþingistíðinda. (882)

69. mál, togaraútgerðarnefnd

*Jóhann Jósefsson:

Eins og hv. frsm. n. hefir skýrt frá, hefi ég skrifað undir nál. með fyrirvara. Ég vildi óska, að hæstv. atvmrh. gæti verið viðstaddur þessar umr., því að minn fyrirvari snertir atriði, sem ég vildi gjarna spyrja hæstv. ráðh. um.

Frv. beinist að því, að skipuð sé n. til að rannsaka hag og rekstur togaraútgerðarinnar og gera till. um það mál, eins og heiti frv. ber með sér. Um þetta verkefni liggur nú þegar fyrir talsverð rannsókn. Mþn. í sjávarútvegsmálum lagði talsvert mikla vinnu í að rannsaka hag togaraútgerðarinnar, ásamt annari úfgerð. Hún skilaði ýtarlegu áliti um það mál, sem þinginu barst á sínum tíma. Þá hafa útgerðarmenn sjálfir skipað n. til að rannsaka hag útgerðarinnar, og þinginu hafa einnig borizt niðurstöður þeirrar n.

Maður skyldi nú halda, að rannsókn væri nóg fengin til þess að sýna og sanna, að þessi atvinnugrein á við mikla erfiðleika að stríða, og getur tæplega haldið áfram, að óbreyttum aðstæðum, ef tapið heldur áfram, eins og það hefir verið síðustu árin. Í þessu frv. er að vísu talað um hag togaraútgerðarinnar, enda þótt það sé vitað, að það eru fleiri greinar útvegsins, sent eru illu staddir á ýmsan hátt, enda hafa nú útvegsmenn sameinazt um að vinna að því að fá framgengi einhverjum aðgerðum, sem gætu gert útgerðina arðbærari, a. m. k. en hún nú er. En að því er snertir þetta frv., þá vil ég leggja þann skilning í það, að á bak við það liggi sú hugsun, að koma þessari grein útvegsins, þ. e. togaraútveginum, til hjálpar, og að þessi rannsókn eigi að undirbyggja væntanlegar ráðstafanir í þessu efni. Þá kemur það til greina, hvað álitið sé, að langan tíma þurfi til þessarar rannsóknar, því að það hefir nú verið svo á ýmsum öðrum sviðum þjóðmálanna, að þegar n. hafa verið skipaðar til að rannsaka einhver atriði, þá hefir jafnan, á meðan á þeirri rannsókn hefir staðið, verið erfitt að fá þingið eða stj. til að gera nokkrar breytingar eða grípa til neinna ráðstafana, með tilvísun til þess, að slíkri rannsókn verði fyrst að vera lokið. Hér starfar nú mþn., sem er að athuga bankamál landsins, og þótt að vísu, að gripið hafi verið inn í hennar verksvið, þá er það gagnstætt venjunni, því að hún hefir verið sú, að meðan slíkar n. hafa starfað, hefir þingið a. m. k. afsakað sig með því, að það þætti ekki tilhlýðilegt að grípa fram fyrir hendur n., sem að þeim málum störfuðu. Af þessum ástæðum er það mikið atriði í mínum augum, hvað hæstv. stj. hefir hugsað sér, að þessi rannsókn þurfi að taka langan tíma.

Nú hagar því svo til, að annar af flm. þessa máls er orðinn ráðh. og hefir einmitt fengið þá grein mála til meðferðar, sem þetta mál mundi heyra undir hjá ríkisstj. Og þess vegna vildi ég leyfa mér að spyrja þennan hæstv. ráðh. um það, hvort hann ekki áliti, að þessari rannsókn geti orðið lokið svo fljótt, að hægt muni að leggja niðurstöður hennar fyrir næsta þing, og fyrirvari minni beindist að þessu atriði. — Ég vildi undir umr. nota tækifærið til þess að fá það skýrt upplýst, hver væri ásetningur hæstv. ráðh., sem er 2. flm. málsins, um það, hvernig störfum n. skyldi hagað og hraðað. — Ég skal ekki draga dul á það, að ég legg mikið upp úr því, að svo sé til stofnað, að þær niðurstöður, sem n. kemst að, geti náðst svo fljótt, að hægt sé að leggja þær fyrir næsta þing.

Ég hefi svo ekki fleira um þetta mál að segja. Ég hefi tekið það fram, sem mér þykir aðallega vanta í frv., en ég fyrir mitt leyti mundi gera mig ánægðan með yfirlýsingu hæstv. ríkisstj. um þetta atriði.