25.04.1938
Efri deild: 53. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 661 í B-deild Alþingistíðinda. (883)

69. mál, togaraútgerðarnefnd

Atvmrh. (Skúli Guðmundsson):

Út af ræðu hv. þm. Vestm. og þeirri fyrirspurn, sem hann beindi til mín í sambandi við þetta mál, vil ég geta þess, að meining okkar flm. þessa frv. var sú, að þessi fyrirhugaða n. gæti tekið til starfa hið fyrsta. Kemur þetta líka fram í frv., t. d. í 6. gr. þess, þar sem það ei tekið fram, að n. skuli kjósa þegar eftir gildistöku laganna, en þó undir öllum kringumstæðum á því sama þingi, sem lögin samþ., þó að gildistakan fari fram síðar. Það var því meining okkar, að n. gæti tekið til starfa hið bráðasta og hraðað störfum sínum, eftir því sem hægt er. Og þó að gera megi ráð fyrir, að þarna sé um allmikið starf að ræða, bæði hvað rannsóknina snertir, og eins það að gera till. um framtíðarfyrirkomulag þessa atvinnurekstrar, þá vil ég þó vænta, að n. geti lagt niðurstöður sínar fyrir næsta reglulegt Alþ. Það mun a. m. k. af hálfu ríkisstj. verða óskað eftir því við væntanlega n., að hún hraði störfum sínum, eftir því sem unnt er.