19.04.1938
Efri deild: 49. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 670 í B-deild Alþingistíðinda. (915)

40. mál, hafnargerð á Raufarhöfn

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Það er rétt, sem hv. frsm. n. gat um, að um fyrri liðinn er enginn ágreiningur í n., en um síðari liðinn er því ekki til að dreifa. Mér þykir það nokkuð þung kvöð, sem lögð er á öll þau skip, sem koma til með að skipta við verksmiðjuna, að þurfa að borga þetta gjald, vitandi vits að búið sé að leggja annað gjald á þessi sömu skip til viðkomandi hreppsfélags, svo að hér er nýr skattur lagður á alla þá, sem koma til með að skipta við verksmiðjuna. Þó að ég hinsvegar játi, að höfn sem þessi þurfi að afla sér fjár til að geta komizt í það horf, sem til er ætlazt, þá hygg ég, að það væri leið að finna einhvern annan tekjustofn, sem væri réttlátari en þessi. Ég er því vægast sagt á móti þessari brtt. og mun því ekki greiða henni atkv.