29.04.1938
Neðri deild: 57. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 671 í B-deild Alþingistíðinda. (923)

40. mál, hafnargerð á Raufarhöfn

*Jakob Möller:

Ég er ekki vel kunnugur þessu máli, en mér virðist það vera ákaflega mikið athugamál, þar sem um framkvæmdir er að ræða, sem viðkomandi sveitarfélag og ríkissjóður standa að, — sem næst hálfu hvort, — hvort svo eigi að fara að sem n. leggur til. Og mér virðist ekki hægt að fallast á, að ekki sé sanngjarnt, að sveitarfélagið. sem á hlut að máli, fái nokkurr hluta af þeirri verðhækkun, sem verður á eignum vegna slíkra framkvæmda. Mér virðist a. m. k. meðan n. færir ekki nánari rök en þau, að sveitarfélag eigi ekki að græða á framkvæmdum ríkissjóðs á einhverjum stað, þegar það er upplýst, að ekki er aðeins um framkvæmdir ríkissjóðs að ræða, heldur einnig sveitarsjóðs, meðan ekki koma frekari rök, sé ekki hægt að fallast á þessa brtt. Að sjálfsögðu hefir hv. Ed. ekki sett þessi ákvæði inn alveg hugsunarlaust, og að mér virðist með meiri rökum en nefndin í þessari hv. d. leggur til að fella þau í burt.