31.03.1938
Neðri deild: 37. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 679 í B-deild Alþingistíðinda. (939)

86. mál, mór og móvörur

*Frsm. (Pétur Ottesen):

Ég vil aðeins segja nokkur orð út af því, sem hv. þm. N.-Þ. sagði, að ef til vill gætu orðið árekstrar milli þess frv., sem landbn. flytur, og hins, sem flutt er í Ed.. af þm. Eyf., þar sem það gæti komið til mála, að byggingarpappi og „cellulose“ væru unnin úr mó. En mér skilst á því, að þar sé aðallega stefnt að því að vinna þær til notkunar innanlands, en ekki til útflutnings. Fyrir því er engin hætta á, að árekstur geti orðið millí þessara frv. Frv. landbn. gerir ráð fyrir, að einkaleyfið verði einungis veitt til að flytja út vörur unnar úr mó.