19.04.1938
Neðri deild: 49. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 682 í B-deild Alþingistíðinda. (960)

23. mál, byggingarsamvinnufélög

*Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Þetta frv. til breyt. á 1. um byggingarsamvinnufélög hefir verið til athugunar í allshn. N. hefir orðið ásátt um að leggja til, að frv. verði samþ. með nokkrum breyt. á þskj. 248, sem að vísu eru ekki meiriháttar, en aðallega orðalagsbreytingar. Þó hefir hún lagt til, að bætt yrði inn ákvæði til bráðabirgða, að þau byggingarsamvinnufélög, sem þegar hafa komið upp íbúðarhúsum samkv. lögum um byggingarsamvinnufélög, skuli njóta réttinda samkv. hinum nýju l. En í frv. var gert ráð fyrir því, að einungis það félag, sem fyrst hefir verið stofnað í hverjum kaupstað eða kauptúni, skyldi njóta réttinda samkv. hinum nýju l., þar á meðal réttinda til ríkisábyrgðar fyrir lánum. N. þótti hinsvegar ekki rétt, að þau félög, sem þegar eru byrjuð og hafa komið upp húsum, yrðu að hætta starfsemi sinni og ganga inn í önnur eldri. Hinsvegar verði svo eftirleiðis, að ekki hefji starfsemi samkv. þessum l. nema eitt félag í hverjum kaupstað framvegis. Eftir eldri l. hefir verið hægt að stofna byggingarsamvinnufélög á hverjum stað, ef næg meðlimatala fékkst. Voru t. d. hér í Reykjavík allmörg stofnuð, en hafa ekki tekið til starfa nema tvö eða svo.

Legg ég svo til f. h. nefndarinnar, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem skráðar eru á þskj. 248.