04.04.1938
Efri deild: 40. fundur, 53. löggjafarþing.
Sjá dálk 689 í B-deild Alþingistíðinda. (982)

46. mál, samvinnufélög

*Frsm. (Páll Hermannsson):

Þetta frv., sem hér er lagt fram, felur í sér heimild fyrir samvinnufélög til að mæla svo fyrir í samþykktum sínum, að þegar ákveðinn er réttur félagsdeilda til fulltrúa á aðaifund, þá megi taka tillit til hvorstveggja, meðlimafjölda og viðskiptamagns. Áður hefir það verið haft svo, að það hefir eingöngu verið farið eftir félagatölu, en ekki tekið tillit til viðskiptamagnsins.

Þetta er nú að vísu aðeins heimild, sem samvinnufélög eru sjálfráð um, hvort þau nota eða ekki, og þau nota því aðeins, að þeim þyki þess þörf. Stjórn SÍS stendur að þessu frv., og má ætla, að henni þyki máli skipta, að slík heimild sem þessi sé til. Hinsvegar verður hún því aðeins notuð, að meiri hl. fulltrúa á aðalfundi SÍS verði sammála um það, og meiri hl. fulltrúa á fundum kaupfélaga, að því er snertir framkvæmd heimildarinnar í einstökum kaupfélögum.

Það má upplýsa það, að álíka reglur og þetta, að taka megi tillit til þessa hvorstveggja, sem hér er um að ræða. gilda í samvinnufélögum í Danmörku, Svíþjóð og Englandi.

Allshn. hefir talið rétt að verða við þessum till. stjórnar SÍS. Þó hefir einn nefndarmaður skrifað undir ná h með fyrirvara, og gerir hann sennilega grein fyrir því, í hverju sá fyrirvari liggur.