15.02.1939
Sameinað þing: 1. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í B-deild Alþingistíðinda. (1)

Konungsboðskapur

Þingmenn komu saman í alþingishúsinu kl. 12,45 miðdegis og gengu þaðan til guðsþjónustu í dómkirkjunni kl. 1 Biskup landsins, Sigurgeir Sigurðsson, steig í stólinn og lagði út af :

Matt. 7, 24–27.

Að lokinni guðsþjónustu gengu þingmenn aftur til Alþingishússins, fundarsals neðri deildar.

Þessir þingmenn voru til þings komnir:

1. Árni Jónsson, 9. landsk. þm.

2. Ásgeir Ásgeirsson, þm. V.-Ísf.

3. Bergur Jónsson, þm. Barð.

4. Bernharð Stefánsson, 1. þm. Eyf.

5. Bjarni Ásgeirsson, þm. Mýr.

6. Bjarni Bjarnason, 2. þm. Árn.

7. Bjarni Snæbjörnsson, þm. Hafnf.

8. Brynjólfur Bjarnason, 1. landsk. þm.

9. Einar Árnason, 2. þm. Eyf.

10. Einar Olgeirsson, 5. þm. Reykv.

11. Eiríkur Einarsson, 8. landsk. þm.

12. Emil Jónsson, 6. landsk. þm.

13. Erlendur Þorsteinsson, 10. landsk. þm.

14. Eysteinn Jónsson, 1. þm. S.-M.

15. Finnur Jónsson, þm. Ísaf.

16. Garðar Þorsteinsson, 7. landsk. þm.

17. Gísli Guðmundsson, þm. N.-Þ.

18. Gísli Sveinsson, þm. V.-Sk.

19. Haraldur Guðmundsson, þm. Seyðf.

20. Helgi Jónasson, 2. þm. Rang.

21. Hermann Jónasson, þm. Str.

22. Héðinn Valdimarsson, 3. þm. Reykv.

23. Ingvar Pálmason, 2. þm. S.-M.

24. Ísleifur Högnason, 4. landsk. þm.

25. Jakob Möller 2. þm. Reykv.

26. Jóhann G. Möller, 4. (vara) þm. Reykv. 27. Jón Pálmason, þm. A.-Húnv.

28. Jónas Jónsson, þm. S.-Þ.

29. Jörundur Brynjólfsson, 1. þm. Árn.

30. Magnús Gíslason, 11. landsk. þm.

31. Magnús Jónsson, 1. þm. Reykv.

32. Ólafur Thors, þm. G.-K.

33. Páll Hermannsson, 2. þm. N.-M.

34. Páll Zóphóníasson, 1. þm. N.-M.

35. Pálmi Hannesson, 1. þm. Skagf.

36. Pétur Ottesen, þm. Borgf.

37. Sigurður E. Hlíðar, þm. Ak.

38. Sigurður Kristjánsson, 6. þm. Reykv.

39. Sigurjón Á. Ólafsson, 2. landsk. þm.

40. Skúli Guðmundsson, þm. V.-Húnv.

41. Stefán Stefánsson, 3. landsk. þm.

42. Steingrímur Steinþórsson, 2. þm. Skagf. 43. Sveinbjörn Högnason, l. þm. Rang.

44. Thor Thors, þm. Snæf.

45. Vilmundur Jónsson, þm. N.-Ísf.

46. Þorsteinn Briem, þm. Dal.

47. Þorsteinn Þorsteinsson, 5. landsk. þm. voru framantaldir þingmenn allir á fundi, nema þm. Barð. (BJ), sem var veikur, og 7. landsk. þm. (GÞ), sem var í sóttkví. En ókomnir voru til þings:

1. Jóhann Jósefsson, þm. Vestm.

2. Þorbergur Þorleifsson, þm. A.-Sk.

Konungsboðskapur.

Þá er þingmenn höfðu skipað sér til sætis,

stóð upp forsætisráðherra, Hermann Jónasson. og las upp opið bréf, er stefnir Alþingi saman til reglulegs fundar miðvikudaginn 15. febrúar 1939, dags. 25. janúar. (Sjá Stjtíð. 1939, A. bls. 2).

Því næst las forsætisráðherra upp konungsumboð sér til handa til þess að setja Alþingi, dags. s. d. (Sjá Stjtíð. 1939, A. bls. 2).

Samkvæmt því umboði lýsti forsætisráðherra yfir því, að Alþingi væri sett, og mælti síðan: „Minnumst ættjarðarinnar og konungsins!“ Tóku þingmenn undir þau orð með ferföldu húrrahrópi.

Forsætisráðherra kvaddi þessu næst elzta þingmanninn, Ingvar Pálmason. 2. þm. S.-M. til að stjórna fundi þar til er kosinn væri forseti sameinaðs þings.