08.12.1939
Sameinað þing: 17. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 447 í B-deild Alþingistíðinda. (1006)

1. mál, fjárlög 1940

*Frsm. (Bjarni Bjarnason) :

Ég vil byrja á því að minnast með örfáum orðum á frv. í heild, áður en ég vík að brtt. þeim, sem fyrir liggja.

Um tekjubálk fjárlfrv. er það að segja, að hæstv. fjmrh. aðvaraði fjvn. þegar í byrjun haustþings um það, að ýmsir tekjuliðir myndu lækka allverulega á næstkomandi ári. Áður en ákvörðun yrði tekin af fjvn. um tekjubálkinn, lét hún, eins og sjálfsagt var, fara fram gaumgæfilega athugun á möguleikum til tekjuöflunar. Ekki var samt unnt að taka fastar ákvarðanir meðan ekki var vitað, hvaða afgreiðslu Alþ. gerði á frv. til l. um tollskrá. Þá verður einnig að gera svo nákvæma áætlun sem auðið er um innflutning vara frá útlöndum og verð á þeim. Það er augljóst mál, að þótt innflutningurinn minnki eitthvað, þá stígur verðið á þeim vörum, sem fluttar verða til landsins, og hefir þetta hvorttveggja áhrif á tolltekjur ríkissjóðs.

Enda þótt segja megi, að nú í augnablikinu sé útlitið ekki verra um sölu á íslenzkum framleiðsluvörum erlendis en það var í þingbyrjun, ber hinsvegar á það að líta, að alger óvissa er framundan um viðskiptalíf okkar í heild sinni.

Þeir menn úr fjvn., sem kosnir voru til að athuga tekjubálk fjárlfrv., hafa nú athugað að mestu tekjumöguleika ríkissjóðs og skila næstu daga sínu áliti og till., og tekjubálkur fjárlfrv. verður því ákveðinn af fjvn. mjög bráðlega. — Með þessum fáu orðum hefi ég gert grein fyrir ástæðunum fyrir því, að fjvn. lét ekki fylgja frv, til 2. umr. brtt., er snertu tekjurnar.

Því miður snerta ýmsar lækkunartill. frá fjvn. 16. gr. fjárlfrv., en það er sú gr., þar sem ákveðin eru framlög til verklegra framkvæmda. Hæstv. ríkisstj. hefir gert allverulegar formsbreyt. á 15. gr. frv. Ég vil ekki segja neitt um það, hvort sú breyt. verður til sparnaðar eða ekki, en hún er fólgin í því, að fjöldi listamanna, vísindamanna og rithöfunda hefir verið tekinn út af þeirri gr., og ekki er ætlazt til þess, að fjvn. taki þá venju upp aftur að láta styrki til þessara manna vera bundna við atkvgr. á Alþ., því að í 39. lið gr. er sagt, að styrkjum til skálda, rithöfunda, vísindamanna og listamanna skuli framvegis verða úthlutað eftir ákvörðun menntamálaráðs. Upphæð styrksins í heild verður ákveðin af Alþ., en úthlutun hans falin menntamálaráði. Fjvn. hefir einnig tekið þetta upp í till. sína viðvíkjandi þeim listamönnum, er notið hafa styrks á 18. gr. fjárl., að menntamálaráð skuli einnig hafa úthlutun þess fjár með höndum. Það hefir verið bent á, að málurum og myndhöggvurum verði gefinn kostur á að láta af hendi við ríkið málverk eða höggmyndir. Greiðsla til þeirra yrði þá eiginlega fyrir þau listaverk, sem ríkið þannig eignast, en ekki styrkur án þess að neitt komi í staðinn, og virtist fjvn. það vera haganlegra fyrirkomulag en að veita beinan styrk.

Um annan sparnað og formsbreyt., sem fjvn. kann að gera, vil ég ekkert segja. Vel má vera, að ekki takist að lækka gjaldaliði fjárl.; t. d. hækka vextir, svo sem öllum er kunnugt, bæði vegna gengislækkunar og einnig nokkuð vegna kaupa á Esju.

Þessar upphæðir nema alls 380 þús. kr. Þá eru vegna utanríkismála hækkuð útgjöld vegna gengisbreyt. 23 þús. kr.; til viðskiptafulltrúa í New York 75 þús. kr. Þetta eru óviðráðanlegar útgjaldahækkanir að mestu leyti, og nema þær samtals 1 millj. kr. En lækkunartill. þær, sem fjvn. gerði áður en 2. umr. fjárl. færi fram, nema samtals um 1,1 millj. kr., en hækkunarliðir um 600 þús. kr., eða lækkun umfram hækkun hér um bil ½ millj. kr.

Ég skal víkja örfáum orðum að brtt. á þskj. 390 og skýra þær nokkuð. Fyrsta brtt. er um það, að útflutningsgjald, 460 þús. kr., standi óhreyft sem tekjul., en það hefir hinsvegar verið 450 þús. kr. á undanförnum árum og hefir gengið til fiskimálasjóðs. Að vísu ber að viðurkenna, að starfsemi þess sjóðs takmarkast við þessa skerðingu, en þrátt fyrir það hefir þessi sjóður samt allgóðar tekjur, og eins og nú stendur, held ég, að telja megi eðlilegt að reyna að spara þetta tillag til fiskimálasjóðs um eins árs bil a. m. k. Vegna þess, að komin er fram brtt. á þskj. 408, vil ég óska þess f. h. fjvn., að hún verði tekin aftur til 3. umr., og sömuleiðis brtt. á þskj. 409.

Önnur brtt. er um lækkun á fjárveitingu til einkasima. Væntanlega óskar enginn þm. eftir því að takmarka lagningu símalina, ef um venjulegar kringumstæður er að ræða, en þar sem útlit er fyrir, að takmarka verði stórlega innflutning á efni til nýrra símalína eins og annað, er þessi till. borin fram í skjóli þess.

Ég skal, áður en lengra er haldið, viðurkenna það, að mér þykir miður að þurfa að mæla með mörgum af þessum till., þar sem þær margar hverjar takmarka verklegar framkvæmdir umfram það, sem verið hefir á undanförnum árum. Brtt. nr. 3, 4 og 5 eru allar gerðar vegna gengisbreyt. og þar af leiðandi vaxtahækkunar, og ennfremur vegna vaxta af lánum, er tekin vora vegna kaupa á Esju, og geta þm. athugað þetta nánar 5 sambandi við nál. frá fjvn.

Þá er till. frá fjvn. um hækkun á borðfé konungs frá 60 þús. upp í 75 þús., og skal ég geta þess, að það hefir ávallt verið venja að greiða þessa upphæð í samræmi við gengið á hverjum tíma, og nú liggur fyrir fjvn. bréf frá lagad. háskólans um að þetta sé skylda.

Þá leggur fjvn. til í till. nr. 7, að áætlun um Alþ.kostnað lækki um 40 þús., og í þeirri till. er gengið út frá, að ræðupartur Alþt. verði ekki prentaður á næsta ári, en sá prentunarkostnaður mun venjulega verða um 40 þús. kr., þegar Alþ. stendur um 80 daga.

8. brtt. frá fjvn. er um það, að fella niður framlag vegna fundar í þingmannasambandi Norðurlanda, því að eins og sakir standa nú, þar sem heimurinn er í stríðsástandi, er tæplega hægt að búast við, að þessi fundur verði haldinn, og taldi því fjvn. óhætt, að sá liður félli niður.

9. brtt. frá fjvn. er afleiðing af fjölgun ráðh., og lagt til, að sá liður hækki úr 30 þús. kr., eins og er í fjárl. yfirstandandi árs, upp í 50 þús. kr., og nemur sú hækkun launum tveggja ráðh.

Brtt. nr. 10-15 frá fjvn. eru allar vegna gengisbreyt.

Þá kemur 16. brtt. frá fjvn., um viðskiptafulltrúa Íslands í Ameríku, og er enginn ágreiningur um það, að sjálfsagt sé, eins og nú hagar til, að hafa þar viðskiptafulltrúa, því að nú þegar er byrjað að beina viðskiptum okkar að miklu leyti til Norður-Ameríku, og bæði útlit fyrir og æskilegt, að þau gætu ekki aðeins haldið áfram, heldur einnig aukizt.

Um 17. og 18. brtt. fjvn. er það að segja, að þær eru um smálækkanir til toll- og löggæzlu utan Reykjavíkur, launum og öðrum kostnaði. Þessar lækkunartill. byggjast á því, að útlit er fyrir, að skipakomur til landsins verði allverulega minni á næsta ári en verið hefir undanfarið, og líklegt, að vegna þess megi spara töluverða upphæð á tollgæzlunni.

19. brtt. er um landhelgisgæzlu. Eftir till. fjvn. er helmingi lægri upphæð áætluð til næsta árs en er yfirstandandi ár. Þetta byggist vitanlega á því sama og strandgæzlan, skipin verða að minnka ferðir á komandi ári, einnig veiðiskipin. að öðru leyti vísa ég hv. þm. til nánari athugunar um þetta efni á umsögn fjvn. í nál. um 11. gr. — 20. brtt. er um bálstofu í Rvík. Líkindi eru til, að þetta megi bíða, jafnvel ekki hægt að fá efni til byggingarinnar.

21. till. er um strandferðir ríkissjóðs, og þessar 205 þús. kr., sem þar er getið um, eru annarsvegar halli á rekstri skipanna, og hinsvegar er Esja með 80 þús. kr. og Súðin 25 þús. kr. Um það, hvort nægilega er séð fyrir strandferðum, þá er þannig ætlazt til, að Súðin verði ein ásamt skipum Eimskipafélagsins, og þó að Súðin fari í millilandaferðir sem önnur vöruflutningaskip, þá verði hugsað fyrir því, að Esja fari í strandferðir við og við.

22. brtt. er um lækkun á styrk til Eimskipafélagsins. Þessi lækkun var gerð í fullu samkomulagi milli atvmrh. og stjórnar Eimskipafélags Íslands.

23. brtt. er um lækkun á framlagi til sjómælinga, úr 20 þús. kr. í 10 þús. Þetta er í samræmi við þá athugun, að 10 þús. kr. muni nægja næsta ár.

24. brtt. er um flugmál. Það má vitanlega deila um, hve mikla fjárupphæð á að veita í þessu skyni. Þessi liður á okkar fjárl. er alveg nýr. Starfseminni væri vitanlega þörf á hærri fjárupphæð, bæði til að gera flugvelli og annað slíkt í þágu starfseminnar. Ég skal viðurkenna, að fyrir okkur lá beiðni um hærri upphæð.

25. brtt. er um lækkun á tillagi til verkfærakaupasjóðs úr 60 þús. niður í 25 þús. kr. Ástæðan fyrir þessu er sú, að útlit er fyrir, að takmarka þurfi innflutning á landbúnaðarverkfærum á komandi ári. Að vísu hefir þörfin ekki minnkað, en verkfærin hafa stigið í verði, og ég býst við, að menn veigri sér við að kaupa þau; eiga jafnvel eftir að stiga frá því, sem nú er. Styrkur til félaga, sem ekki eiga inni í verkfærakaupasjóði, verður takmarkaður, en aftur á móti reynt, eftir því sem hægt er, að styrkja þau, sem eiga inni í sjóðnum. Enda munu þau félög standa betur að vígi með verkfæri, sem hafa tekið út innieign sína, og því ekki nema sanngjarnt að láta hin sitja fyrir, sem eiga þar að auki stærri kröfu á hendur sjóðnum.

26. brtt. er um byggingar- og landnámssjóð. Vitanlega má sama segja um þessa till. um lækkun á framlagi til sjóðsins og aðrar lækkanir, að ekki mun verða hægt að flytja erlent efni inn í landið í svo stórum stíl. Annars er sú upphæð, sem ætluð er til byggingar- og landnámssjóðs, nægileg til að mæta því, sem lofað er, og nokkru fram yfir. Ég vildi óska þess, að þetta ástand að því er snertir innflutning á útlendu efni til landsins verði ekki lengi svo, að takmarka þurfi framlög í því skyni að endurreisa sveitabæi, og ekki þurfi heldur lengi að takmarka kaup á nauðsynlegum jarðræktarverkfærum.

27. brtt. er um tilbúinn áburð. Lagt er til, að sá liður falli niður af fjárl. Þessi upphæð var notuð í sambandi við áburðareinkasölu ríkisins og var kostnaður við úthlutun áburðar. Þó er gert ráð fyrir, að styrkveiting í þessu skyni verði til ársloka 1939.

28. till. er um kláðalækningar í sauðfé og sá liður látinn lækka úr 8 þús. niður í 3 þús. kr. Er þetta gert með tilliti til þess, að kláði í sauðfé hefir, eftir því sem skýrslur benda til, farið mjög minnkandi.

29. till. er um landmælingar. Þær eru nú komnar svo langt, að þessi fjárupphæð, 10 þús. kr., sem hér er gert ráð fyrir, hlýtur að nægja til þess að vinna úr þeim gögnum, sem fyrir eru. En vitanlega er ekki hægt að ferðast um landið til að mæla það fyrir þessa fjárhæð.

30. till. er um loðdýrarækt. Þessi 10 þús. kr. fjárveiting, sem þarna er ákveðin og n. leggur til, að veitt verði árið 1940, er lögákveðin. Lögin um loðdýrarækt gera ráð fyrir 10 þús. kr. ári. úr ríkissjóði, en undanfarin ár hefir styrkurinn til þessa starfs verið meiri, en lánadeildin, sem hefir starfað, hættir störfum, svo þessi styrkur ætti að nægja.

31. till. er um lækkun á tillagi til fiskveiðasjóðs úr 60 þús. kr. niður í 30 þús. kr. Með l. um fiskveiðasjóð mun vera ákveðið, að ríkið greiði vissa upphæð. Hinsvegar er ekki tímabundið, hvenær hana skuli greiða, ekki tiltekin árleg upphæð. Sjóðnum er að vísu þörf á öllu sínu tillagi, vegna starfsmanna sinna. Ríkisstj. hafði lagt til, að þessar 60 þús. kr. yrðu felldar niður með öllu, en eftir að fjvn. hafði átt tal við stjórn sjóðsins, féllst hún á að lækka styrkinn aðeins um helming, þar sem stjórnin mótmælti harðlega að fella hann alveg niður.

32. brtt. er um dálitla hækkun til verðlagsnefndar, vegna aukins kostnaðar.

33. till. er um fjárveitingar til nýrra starfsmanna vegna dýrtíðar af völdum stríðsins, svo sem húsaleigunefndar og kauplagsnefndar. Kostnaðurinn við þetta er samtals 95 þús. kr.

Þá koma hér síðustu 4 till., 34., 35., 36. og 37. Um þær ætla ég ekkert að segja, aðeins geta þess, að tilfærslan á 18. gr. í till. sjálfum ber það með sér, hvernig þessi breyt. hefir verið gerð.

Ég mun taka aftur til 3. umr. till. nr. 1, 25, 26 og 31, með tilliti til þess, að sjá fyrst, hvernig reiðir af brtt., sem fjvn. hefir lagt hér fram við bráðabirgðal. stjórnarinnar.

Ég mun svo ekki fara fleiri orðum um þetta að sinni, en vænti þess, að málinu verði vísað til 3. umr. að þessari umr. lokinni.