13.03.1939
Efri deild: 16. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í B-deild Alþingistíðinda. (109)

6. mál, lax- og silungsveiði

Frsm. (Páll Zóphóníasson) :

Herra forseti! Í laxalögunum er svo ákveðið í 17. gr., að í hverri viku skuli netlög í ám vera tekin upp 60 stundir. Síðan þessi l. voru samþ., hefir aðstaða manna til þessarar veiði breytzt verulega, sérstaklega þar sem myndaður hefir verið félagsskapur um veiði. Eitt slíkt stórt veiðifélag hefir verið myndað um Ölfusá og þær ár, sem í hana renna. Þetta félag hefir á síðasta ári rekið veiðina í félagi á einum stað, og þá þótti nauðsyn til þess bera að hverfa frá ákvæðum 17. gr., og hafa því verið sett bráðabirgðalög, sem veita undanþágu frá þessu ákvæði svo sem þar greinir.

Landbn. hefir nú athugað þetta mál og hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að þegar líkt stendur á — en það gæti orðið t. d. á vatnasvæði Hvítá í Borgarfirði — geti verið rétt að veita slíka undanþágu sem þessa. Og þar sem þetta á í hverju tilfelli að vera gert af stj. eftir till. veiðimálastjóra og veiðimálan., sem eiga að vera þeir dómbærustu um þessa hluti, og aðeins fyrir eitt ár í senn, þá leggur landbn. til, að frv. verði samþ. óbreytt.