15.12.1939
Efri deild: 85. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 614 í B-deild Alþingistíðinda. (1137)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Erlendur Þorsteinsson:

Herra forseti! Ég get skýrt hv. d. frá því, að fjhn. hefir haft frv. þetta til athugunar og samþ. að mæla með því, þar sem hún sér ekki, að fært sé að svipta ríkissjóð þeim tekjuaukum, sem þar er gert ráð fyrir. Eins og hv. dm. er kunnugt, er frv. aðallega um að fresta framkvæmd nokkurra l., sem draga mikil útgjöld með sér fyrir ríkissjóð, og um ýms gjöld, sem eiga að renna til annara sjóða en ríkissjóðs.

Ég skal taka það fram, að n. hefir enn ekki tekið til athugunar þær brtt., sem komið hafa fram frá hv. þm. S.-Þ. Ég sé, að sá hv. þm. er ekki viðstaddur, en ég vildi leyfa mér að óska fyrir hönd n., að hann taki brtt. aftur til 3. umr., sérstaklega þó síðasta lið brtt., viðvíkjandi útflutningsgjöldunum, því eins og hv. d. er kunnugt, hefir komið fram brtt. við fjárl. um, að þetta útflutningsgjald renni ekki allt í ríkissjóð, heldur gangi 100 þús. kr. af því áfram til fiskimálanefndar.