19.12.1939
Efri deild: 88. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 627 í B-deild Alþingistíðinda. (1149)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Frsm. (Magnús Jónsson) :

Ég vildi skjóta því til hæstv. forseta, hvort það myndi ekki vera hentugust vinnubrögð, að þetta mál yrði tekið af dagskrá nú og sett á dagskrá á morgun, og n. fengi þá tækifæri til þess að athuga brtt.

Hv. 1. þm. N.-M. sagði, að ég hefði heyrt illa við fyrri umr. þessa máls. En sú var nú ástæðan, að ég lá heima í rúminu. Málið var af þeim ástæðum afgr. og brtt. teknar aftur. Fyrir 2. umr. höfðum við ekki tækifæri til að taka afstöðu til þeirra. En nú vænti ég, að það verði til þess að greiða fyrir málinu, að n. taki það til meðferðar í dag og umr. verði frestað og fundi slitið, því þetta mun vera síðasta málið á dagskránni. Mundi þá n. fá tækifæri til að athuga brtt., og væri þá ef til vill hægt að greiða úr þessu.