20.12.1939
Efri deild: 89. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 630 í B-deild Alþingistíðinda. (1154)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Frsm. (Magnús Jónsson):

Hv. 1. þm. Eyf. taldi þessa till. meiri hl. n. í raun og veru alveg óþarfa og sagði um leið, að hún væri meinlaus. Ef hún breytir í raun og veru engu, þá gerir hún náttúrlega ekki mikið. Mér skildist, að honum þætti eðlilegra það, sem stungið er upp á í hinni upphaflegu till., að fella heimildina niður, en áætla í fjárl. útflutningsgjaldið eins og nú er gert, og setja svo ákvæði þar um það, að heimilt sé að veita af því 100 þús. kr. til fiskimálasjóðs. Mér er ómögulegt að koma auga á, að það sé eðlilegri aðferð að byrja fyrst á að að gera l. um að afnema heimildina. Ég álít, að það sé þá eðlilegri afgreiðsla að láta l. standa óbreytt, en setja í fjárl. ákvæði um, að það megi veita 100 þús. kr. Það væri í sjálfu sér ekki óeðlileg afgreiðsla.

Mér finnst, að það sé eðlilegri afgreiðsla. sem meiri hl. n. fer inn á, að segja sem svo, að ef í nauðir rekur og fiskimálasjóður fær ekki þær tekjur, sem hann þarf að fá, þá megi hlaupa þarna inn á smáupphæð. Ég álít, að þetta væri réttari aðferð, því útflutningsgjaldið er hvort sem er, eins og allar aðrar tekjuupphæðir fjárl., ekkert annað en áætlunarupphæð. Ef það er tvímælalaus heimild í l. fyrir því, að það megi veita þetta, þá er hún þannig, að hver ríkisstj. er vitalaus af að nota hana, hvort sem hún stendur í fjárl. eða ekki. Menn vita, að þó gleymzt hafi á fjárl. að áætla einhvern tekjulið ríkissjóðs, þá kemur hann inn eftir skattal. Sannleikurinn er því sá, að fjárl.ákvæði eru í mörgum atriðum miklu réttlægri að því leyti en ákvæði almennra l. Ég álít því óeðlilegt að afnema heimildina, en veita hana svo að nokkru leyti í fjárl.

Hv. þm. færði líka þá ástæðu fram, að það kæmi þá fram vilji í Sþ. um þetta. En vitanlega er það eins með þetta og önnur l., að þau verða að ganga undir samþykki beggja d. Fjárl. sæta að því leyti minni meðferð en önnur l., að þau ganga í gegnum 3. umr., þar sem önnur ganga í gegn 6 umr. Ég hefi því ekki getað sannfærzt af rökum hv. þm., að það væri eðlilegri afgreiðsla, sem hann stingur upp á.