20.12.1939
Efri deild: 89. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 632 í B-deild Alþingistíðinda. (1157)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Ég vil þakka hv. fjhn., að hún skyldi þó gefa sér tíma til að athuga einn lið af mínum tili. og með því komast að raun um, að hann var réttmætur, og mælir n. með honum. Hinsvegar er ég óánægður yfir, að n. skuli ekki ennþá hafa haft tíma til þess að fá búnaðarmálastjóra á sinn fund og ræða við hann um b-liðinn í mínum brtt. Til eru tvenn l. hjá okkur, sem gera ráð fyrir styrk til landbúnaðarins, — þar sem styrkurinn fer eftir því, hve miklar framkvæmdir eru gerðar. Þessi tvenn l. eru jarðræktarl. annarsvegar og búfjárræktarl. hinsvegar. Menn vita aldrei fyrirfram, hve mikið fé þarf til að standast greiðslur samkv. þessum l. Engum hefir því dottið í hug að setja hámark á jarðræktarstyrkinn og hugsa sér, að aldrei yrði eytt samkv. l. nema einhverri tiltekinni upphæð, enda er slíkt ekki hægt, þar sem allir eiga rétt á styrk eftir l. Aftur á móti hefir mönnum dottið slíkt í hug í sambandi við búfjárræktina, og eitt árið var ákveðið að fella niður styrkinn til vissra atriða samkv. þeim l. En þetta varð svo óvinsælt, að menn þorðu ekki að samþ. slíkt aftur. Nú er hinsvegar ekki gert ráð fyrir nema 62 þús. kr., þótt vitað sé, að greiðslurnar muni nema upp undir 70 þús. kr. Vil ég því spyrja hv. fjhn., hvernig hún hugsar sér að láta framkvæma þennan lið. Það er sagt, að búnaðarfélagsstjórnin eigi að ráða því, en hún hefir ekki heimild til að breyta landslögum. Ég veit ekki til þess, að hún geti sagt við bændur, að þótt þeir eigi samkv. l. að fá ákveðinn styrk, þá ráði hún því, að þeir skuli ekki fá nema að vissu marki í þetta sinn. Ef þetta er ætlunin hjá hv. d. — en þetta er síðasta umr. um málið hér — og ef menn samþ. ekki mína till., en hún verður áreiðanlega tekin upp í Nd., þá verður ekki hjá því komizt, að málið þurfi að fara í Sþ. Þingið þarf að segja til um, hvernig á að ná þessum sparnaði. Á að framkvæma hann með sama hætti og síðast, með því að ákveða, að einhver viss liður, sem styrkhæfur er samkv. l., eigi ekki að njóta styrks? — Það voru sýningarnar, sem felldar voru niður síðast. — Eða á að ná honum með því að segja við þau félög, sem eru að byrja starfsemi núna um áramótin: Þið fáið engan styrk. Við látum ekki félagsskapinn aukast þetta ár. Þið eruð að vísu búnir að kosta menn til náms til þess að takast á hendur eftirlit með félögunum, en þið fáið engan styrk. — Á að ná honum með því að segja við heildina: Við höfum ekki svo mikið fé til umráða, að við getum veift fullan styrk, — sennilega verður styrkurinn um 1/7 minni en vant er, og við munum lækka styrkinn hjá öllum aðilum „prósentvís“. — Ef Alþ. ekki veitir nægilegt fé til þess að greiða styrkinn, þá verður það jafnframt að ákveða, hvaða liðir, sem styrkja her samkv. l., skuli falla niður. En Alþ. getur ekki sagt eins og stendur í gr., að búnaðarfélagsstjórnin skuli ákveða það, að hve miklu leyti l. skuli ekki framfylgt.

Mér þykir mjög leitt, að fjhn. skyldi hafa átt svo annríkt í gær, að hún gat ekki talað við búnaðarmálastjóra, úr því að hún fékk málinu frestað til að leita upplýsinga. Búnaðarmálastjóri kom tvívegis inn til n., en hún mátti ekki vera að því að tala við hann, og afgr. svo málið án þess. Mér líka ekki þessi vinnubrögð.