02.01.1940
Neðri deild: 97. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 649 í B-deild Alþingistíðinda. (1185)

4. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

*Pétur Ottesen:

Það hefir nú komið fram hér frá þeim tveimur hæstv. ráðh., sem talað hafa, að ríkisstj. stendur óskipt að þeim till., sem hér liggja fyrir ásamt yfirleitt öllum þeim till., sem teknar voru út úr frv. um nokkrar bráðabirgðaráðstafanir vegna núverandi styrjaldarástands, og fluttar sem sérstök frv. hver fyrir sig. Það var á ekki færri en 5 þskj., sem slíkar till. voru fluttar af fjhn. Ed., að tilhlutun og eftir sameiginlegri ósk ríkisstj. allrar, auk þess, sem eftir stóð þá í því upphaflega frv. um nokkrar bráðabirgðaráðstafanir. Af þessu má því marka það, að í þessu upphaflega frv. var ekkert smáræði af till., hvorki að fyrirferð eða efni til. Hefði það komið enn betur í ljós, ef öll atriði upphaflega frv. hefðu verið flutt áframhaldandi, sem mikið skortir á, að gert hafi verið. Því að þegar þessar till. komu fram, sem fjhn. Ed. flutti að ósk ríkisstj., kom í ljós, að ríkisstj. hafði látið niður falla nokkrar mjög veigamiklar og þýðingarmiklar till., sem með þeim hætti hefir verið stjakað frá og geta þess vegna ekki komið til úrslita Alþ. Það er komin fram yfirlýsing frá þessum tveimur ráðh. um það, að ríkisstj. standi að þessu. Það er því undarlegt, að samtímis skuli koma fram yfirlýsing um, að heill stjórnmálafl. ætli að taka afstöðu á móti einu af þessum atriðum, sem ríkisstj. hefir lagt til við hæstv. Alþ., að skuli ná fram að ganga. Skal ég svo ekki fara lengra út í það.

En út af því, sem hæstv. fjmrh. var að tala hér um og leiða inn í þessar umr. einhvern húsgang — vísupart, sem gengi hér á milli þm. —, þá eru það náttúrlega ýmsir, sem vega og meta gæði ríkisstj. eftir því, hve skelegg hún er um að leggja til við þingið að samþ. ráðstafanir, sem gera þarf. Því að eftir því fer gildi og þýðing ríkisstj., að hún dragi ekki af sér í því efni og standi við ákvarðanir, sem hún hefir tekið.

Út af því, sem hæstv. fjmrh. talaði um í sambandi við niðurfellingu prentunar á umræðuparti þingtíðindanna, vil ég segja það, að mér virðast þær röksemdir, sem hann þar greip til, léttvægar, því að mér virtist hann halda því fram, að prentun umræðupartsins þyrfti að vera eins og nokkurskonar atvinnubótavinna handa prenturunum í Gutenberg. Mér virðist prentsmiðjan muni geta dregið saman seglin og þannig dregið úr tilkostnaði með þessari ráðstöfun í samræði við það, sem þessar tekjur stofnunarinnar minnka. Þess vegna held ég, að þetta séu ákaflega léttvæg rök, sem hæstv. ráðh. kom með. Auk þess hefir prentsmiðjan orðið að neita allmikilli prentun, sökum þess að hún hefir á hendi svo mikla prentun vegna þess opinbera. Þyrfti hún þá máske ekki að draga saman seglin, heldur gæti tekið að sér það, sem hún annars verður að neita um.

Út af því, sem líka kom fram hjá hæstv. fjmrh.

skráning og ráðstafanir í því sambandi (stjfrv.)

og einhverjum fleirum, að það yrði eins mikill kostnaður við vélritun og annað, sem leiddi af niðurfellingu prentunarinnar, eins og af prentuninni sjálfri, vil ég segja, að þetta er ekki rétt. Því að við í fjvn. höfum leitað upplýsinga um þetta í skrifstofu hæstv. Alþ., sem hafa staðfest það fyrir okkur, að þrátt fyrir það, þó að umræðuparturinn væri vélritaður í 3–4 eintökum, mundi það og annað, sem leiddi af niðurfellingunni á prentuninni, ekki verða meira en svo, að mikill sparnaður yrði við þessa ráðstöfun, samanborið við að láta prenta umræðupartinn.