18.12.1939
Efri deild: 87. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 716 í B-deild Alþingistíðinda. (1269)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

Páll Zóphóníasson:

Ég get ekki þakkað hv. flm. fyrir svörin, því að enginn þeirra virtist vita, hvað fyrir þeim vakti. En það virðist vera það, að þörf sé á að auka atvinnu, en bæta úr samgönguleysi, og erfiðleikar á innflutningi efnis til að asfaltera vegi. Það, sem færi í gjaldeyri fyrir asfalt, skilst mér þeir óska, að fari í vinnu innanlands. Það er óupplýst, hvaða ráðstöfun þeir vilja gera til þess, eða hverju það mundi nema. Ég vildi mælast til þess að hv. flm. tækju brtt. aftur, þangað til þeir geta gefið meiri upplýsingar, svo að maður vissi, um hvað maður er að greiða atkvæði.