03.01.1940
Neðri deild: 101. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 727 í B-deild Alþingistíðinda. (1300)

3. mál, bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga

*Pétur Ottesen:

Það er mikill misskilningur í því hjá hv. þm. V.-Sk., að það sé ekki samræmi í minni till., því að gagnvart bæjarfélögunum kemur þetta þannig fram eftir brtt. á þskj. 677, frá atvmrh., að bæjarfélög, sem mestan tekjuskattinn borga, fá mestan hluta hans líka. Þess vegna er það í samræmi þið þetta og eðlileg afleiðing af því, að hreppsfélög, sem borga hæstan tekjuskatt, fái líka sinn hluta af þessu. Ef þessi regla er brotin, verður afleiðingin algert ósamræmi milli bæjarfélaga annarsvegar og sveitarfélaga hinsvegar. En það getur verið, að þetta fyrirkomulag, sem hv. þm. V.-Sk. var að tala um, ætti betur við.