13.11.1939
Neðri deild: 58. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 731 í B-deild Alþingistíðinda. (1322)

109. mál, verzlunarstaður við Reykjatanga

Flm. (Skúli Guðmundsson):

Þetta frv., sem hér liggur fyrir á þskj. 277, er um afnám l. frá 1893 um löggilding verzlunarstaðar við Reykjatanga. Eins og fram kemur í grg. þeirri, sem fylgir frv., þá er fyrir nokkru búið að taka þennan stað fyrir skólasetur. Það er álit forráðamanna skólans, að það myndu verða erfiðleikar við rekstur hans í framtíðinni, ef nokkuð af lóð hans yrði tekið fyrir verzlunarrekstur eða til annara afnota. Það er þess vegna lagt til í frv., að l. þessi verði úr gildi felld. Það er ekki heldur fyrirsjáanlegt, að það geti valdið neinum manni tjóni, því það er ekki útlit fyrir, að í framtíðinni verði þörf fyrir verzlunarrekstur frekar en hingað til hefir verið á þessum stað.

Ég legg svo til, að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og allshn.