23.11.1939
Efri deild: 67. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 747 í B-deild Alþingistíðinda. (1371)

113. mál, skatt- og útsvarsgreiðsla af stríðsáhættuþóknun

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég vil segja hér nokkur orð út af ummælum hæstv. atvmrh. — Ég hefi enga ástæðu til að deila við hæstv. ráðh. um þetta mál. Ég viðurkenni, að hans afstaða var fullkomlega þingleg, og eins og hann hefir skýrt frá, mun hann hafa átt mikinn hlut að því, að þessar tili. voru samþ. í stj. En í sambandi við þær samningsumleitanir, sem hann skýrði frá, tel ég rétt að gera aths.

Það er rétt, að það munu hafa verið 3 fulltrúar stéttarfélaga, sem mættu hjá hæstv. ráðh., og var þá borin fram þessi ósk um skattfrelsi. Ég hygg, að á þeim fundi hafi engar till. legið fyrir um, hvernig þeim ívilnunum skyldi varið,

heldur mun hæstv. ráðh. hafa tekið vel í málið og gert ráð fyrir, að hann mundi koma fram með till. Það mun rétt, að skattstjóri mun hafa verið fenginn til að reikna út og gera undirbúningstill. í málinu, og mun hann hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki væri hægt að fara aðra leið en þá, sem farin er í þessu frv. En eftir að þessi lausn er fengin, sem hæstv. ráðh. lýsti, þá er mér ekki kunnugt um, að fulltrúar sjómanna hafi rætt við hæstv. ráðh., a. m. k. hafi engir af hálfu háseta og kyndara komið til hæstv. ráðh. til að ræða um málið. Hitt er annað, hvort hér sé sæmileg lausn fengin í augum sjómanna, og ég get fullvissað hæstv. ráðh. um, að þeir óska allir eftir, að þessi þóknun verði öll skattfrjáls, af ástæðum, sem ég greindi við 2. umr., af því að menn líta á þetta sem verðlaun fyrir þá hættu, sem þeir leggja sig í fyrir þjóð sína, og með það fyrir augum ætti þetta að vera skattfrjálst. Ég sé ekki ástæðu til að deila við hæstv. ráðh. um þetta. Hv. d. hefir skorið úr, að hún vill ekki fara þá leið, að hafa þetta rýmra en hæstv. stj. hefir lagt til.

Ég tel svo ekki þörf að ræða þetta mál frekar, en vildi aðeins skýra frá, að þessar samningsumleitanir voru ekki bindandi, hvorki af hendi stj. né sjómanna. Ég vil þó geta þess, að það er ekkert einsdæmi, þó að till. um slíka ívilnun komi fram hér á Í slandi. Í Danmörku stendur alveg eins á. Þar hefir sjómannastéttin farið fram á að fá samskonar ívilnun, en mér er ókunnugt um, hvaða undirtektir það fær. Hér er um alveg sérstakt að ræða, svo að það þarf ekki að vera neitt fordæmi, og ég verð að segja, að það er síður ástæða til að veita þeim, sem hærra eru launaðir, því að dýrtíðin og erfiðleikarnir koma tiltölulega harðar niður á þeim, sem lægri launin hafa, og þá munar meira um hverjar 10 kr., sem þeir greiða til, ríkis og bæjar, en þá, sem hafa hærri launin.

Ég mun svo ekki gera þetta mál frekar að umræðuefni, en mun greiða frv. atkv.