09.12.1939
Neðri deild: 79. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 753 í B-deild Alþingistíðinda. (1385)

113. mál, skatt- og útsvarsgreiðsla af stríðsáhættuþóknun

Sigurður Kristjánsson:

Það er aðeins örlítil aths., sem ég vil gera við ræðu hæstv. ráðh. Hæstv. fjmrh. sagði ekki annað en það, að hann lýsti fylgi sínu við frv. óbreytt. Hinsvegar minntist hann á það, að sér væri ekki geðfellt að gera yfirboð, sem hann kallaði. Ég vil nú segja hæstv. ráðh., að það stendur þannig á, að við erum þm. fyrir sömu kjósendur, og ég get sagt honum það, að einmitt þessir kjósendur, sem kjósa okkur báða, hafa til þess eðlilegar ástæður að telja okkur skylt að líta á sinn hag. Ég get sagt þessum hæstv. ráðh. það, að margir af mínum kjósendum hafa nú undanfarið komið til mín og talað við mig og tjáð mér, að þeir óskuðu eftir, að samkomulag gæti komizt á um, að þennan helming stríðsþóknunar mætti undanþiggja útsvari. Ég var spurður um það, hvernig ég liti á þetta mál og hvort ég myndi styðja það, að þessi þóknun yrði undanþegin skatti. Ég taldi þetta vera rétt og skylt að fylgja sannfæringu minni um þetta mál.

Ég hefði þurft að svara hæstv. atvmrh. nokkrum orðum, en hann er nú að tala í síma, og ég vil því mælast til þess við hæstv. forseta að fá að fresta þessum orðum, af því að atvmrh. mæltist til þess.