10.12.1939
Neðri deild: 79. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 756 í B-deild Alþingistíðinda. (1393)

113. mál, skatt- og útsvarsgreiðsla af stríðsáhættuþóknun

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Mér hefir skilizt svo, að mál þetta liggi þannig fyrir: Ríkisstj. hefir komið sér saman um afgreiðslu ákveðins máls og hefir komizt að samkomulagi við málsaðila um flutning þess. En þá taka einstaka þm. stjórnarflokkanna sig út úr og flytja till., sem fara í bága við það samkomulag, sem náðst hefir. Ég verð að lýsa því yfir, að ég tel þess háttar vinnubrögð ekki góð og að það væri æskilegt, að flokkarnir gerðu ekki mörg fordæmi þessu lík, eins og hv. þm., er standa að brtt., hafa gert.