09.12.1939
Neðri deild: 79. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 757 í B-deild Alþingistíðinda. (1395)

113. mál, skatt- og útsvarsgreiðsla af stríðsáhættuþóknun

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég skal ekki eyða mörgum orðum að ræðu hv. 6. þm. Reykv. Ég ætlazt ekki til, að hv. þm. falli frá sannfæringu sinni, enda lá það ekki í orðum mínum. En aftur á móti held ég fast við það, að samstarfið milli flokka þeirra, er standa að ríkisstj., getur ekki haldizt, ef einstaka þm. bera fram till., sem eru yfirboð, eingöngu í þeim tilgangi, að þær verði drepnar af öðrum. — Ég skal ekki segja neitt um þetta frv., en ég hefi séð hjá hv. þm. till., sem það eitt er hægt að segja um, að eitthvað er þar mælt af flærð og fláttskap.