04.12.1939
Neðri deild: 74. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 768 í B-deild Alþingistíðinda. (1456)

66. mál, laxveiði í Nikulásarkeri

*Frsm. (Bjarni Ásgeirsson) :

Þetta mál er mjög einfalt, því það er aðeins um það, að nema úr gildi þessi l. En ástæðan til þess er sú, að með laxveiðilöggjöfinni frá 1930 voru þessi l. gerð óþörf, en það láðist að nema þau úr gildi samhliða öðrum lagaákvæðum, sem féllu úr gildi með þeirri löggjöf. Þetta hafa menn uppgötvað í héraðinu, og því falið mér að fá þessi l. úr gildi numin.

Landbn. hefir fjallað um þetta frv. og mælir einróma með því, að það verði samþ.