08.12.1939
Efri deild: 79. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 768 í B-deild Alþingistíðinda. (1462)

66. mál, laxveiði í Nikulásarkeri

*Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég er hér ekki til andsvara fyrir þetta frv., en hv. formaður landbn. Nd. hefir lauslega minnzt á það við mig. Það er alls ekki ætlunin að ófriða Nikulásarker, því að það er ekki mögulegt að gera það, eins og hæstv. forsrh. tók fram. En í grg. frv. er sagt, að l. frá 1928 séu óþörf, og býst ég við, að frv. sé fram komið að nokkru leyti vegna fiskiræktarfélags, sem starfar þar við Norðurá, sem telur heppilegra, að l. hverfi, og koma þá l. frá 1932 yfir þetta. Annars tel ég óþarft að fresta málinu nú, þar sem þetta er 1. umr. Málið fer að líkindum til landbn., og gefst þá tími til að athuga í samráði við hæstv. forsrh., hvort annmarkar eru á því.